Hið heilaga laufblað Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2024 12:32 Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú þegar ágúst mánuður kveður okkur með norðan kulda og úrkomu sjáum við svo gjörla hvernig náttúran lútir örlögum sínum . Laufblöðin feykjast til í vindinum sem detta af og fölna og bíða þess sem verða vill. Yllirinn í garðinum mínum er jafnvel farinn að lúta höfði og fella blöðin en hann er sá fyrsti vorboði sem gleður okkur þegar við sjáum hann opna laufin sín á vorin og er þar dagamunur à. Já laufblöð hafa þann eiginleika að fölna, detta af trjánum, visna og deyja að hausti. Nú berast fréttir frá Kirkjugörðum Reykjavíkur að vegna fjölmenningar og breyttrar samfélagsgerðar hafi þau tekið krossinn, merki krists úr lógói sínu og sett þar laufblað í staðinn. Jafnvel standi til að breyta nafni þeirra og taka orðið kirkja út, því það séu margir sem eru jarðsettir á þeirra vegum sem standa utan trúfélaga eða tilheyra öðrum trúarbrögðum eða engum og því sé kirkja í nafni kirkjugarðanna og krossinn í merki þeirra ekki lengur viðeigandi. Mér leikur forvitni á að vita hverjum datt þessi vitleysa í hug. Þessi ákvörðun hlýtur að hafa hlotið málefnalega umfjöllun í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur, en þar eiga önnur trúfélög og líf skoðunar félög fulltrúa. Þessu verður að breyta og það strax. Vissulega hefur okkar samfélag breyst hratt að undanförnu. Okkur hefur fjölgað um 25% á liðnum 15 árum. Við höfum tekið vel á móti verkafólki frá Póllandi og Austur Evrópu en þau eru flest kaþólsk myndi ég ætla og skammast sín ekkert fyrir krossinn. Einnig hafa flóttamenn frá Gasa og suður Ameríku flúið erfiðar aðstæður heima fyrir og sum þeirra tilbiðja Alla og er hálfmàninn þeirra tákn. Fjöldi þeirra sem kjósa að vera utan trúfélaga hefur margfaldast á liðnum áratug en hafa hingað til þegið kveðjustund við andlát og hvíla mörg í okkar fallegu kirkjugörðum þó fugl eða blóm hafi verið notað sem tákn t.d í andláts tilkynningum þeirra. Við höfum tekið myndarlega á móti erlendum nýbúum þó vissulega þurfi að skerpa það regluverk. En að detta í hug að afmá krossinn úr merki kirkjugarðanna og setja laufblað í staðinn sem fölnar og deyr er ekki í lagi. Við afmáum ekki okkar 1000 ára sögu til að þóknast öðrum sem velja aðra siði. Við stöndum með okkar sið og venjum. En hvað táknar krossinn fyrir okkur Íslendinga ? Hann prýðir þjóðfána okkar sem við förum sparlega með og sínum ávallt virðingu. Fyrir mér með mína barnatrú er krossinn sigurtàkn lífsins yfir dauðanum og minnir okkur á eilíft líf að lokinni jarðvist okkar hér. Sumar mæður byrja daginn à að gera krossmark yfir börnum sínum áður en þau eru klædd að morgni. Aðrir bera krossinn um hálsinn eða sem annað skart. Þau okkar sem sækja messur hefjum stundina á signingu og það kennum við fermingarbörnum og öðru ungu fólki í barnastarfi kirkjunnar. Vissulega var Kristur krossfestur á krossi sem var hryllileg aðferð þeirra tíma til að refsa og lífláta misyndismenn. En hann reis upp á þriðja degi og síðan þá hefur krossinn verið sigurtákn fyrir milljónir manna um allan heim. Sem bera hann stolt um hálsinn eða í öðru skarti og signa yfir sofandi börn í vöggu. Ég treysti því að þeir sem þora muni breyta þessu til fyrra horfs og standi með sinni trú þar sem krossinn er sigurmerki sem prýðir kirkjur og kirkjugarða landsins. Verum stolt af okkar arfleifð og siðum þó nýir straumar bætist við samfélag okkar. Krossinn er merki okkar sem teljumst vera kristin og hann fölnar ekki eða deyr líkt og laufblaðið. Þau sem sækja kirkju og fallega kirkjugarða landsins sem geyma ómissandi fólk vilja hafa krossinn, merki Krists þar um ókomna tíð. Höfundur er læknir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun