Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 13:18 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir framkvæmdaáætlun í uppfærðum samgöngusáttmála verða kynnta opinberlega á morgun. Eðlilega kosti stór og mikilvæg verkefni mikla fjármuni. Vísir/vilhelm/einar Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir. Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Samgöngusáttmáli ríkisins við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nær yfir fjölmörg stór verkefni, eins og Sundabrú eða göng, Fossvogsbrú, Miklubraut í stokk eða göng og fleira og svo auðvitað borgarlínu. Sáttmálinn hefur verið í uppfærslu í um ár og hefur niðurstaðan verið kynnt fyrir þingflokkum og sveitarstjórnarmönnum. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstöður uppfærslu verði kynntar opinberlega á morgun. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir langa innviðaskuld hafa safnast upp á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum auðvitað í mjög langri skuld við höfuðborgarsvæðið. Ég held að þurfi ekki að útskýra það fyrir neinum að samgönguinnviðirnir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru sprungnir fyrir löngu. Þannig að það er kominn tími til að bretta upp ermar í þessum efnum. Það auðvitað kostar en það er eðlilegt vegna þess að þetta skiptir máli. Þetta er í raun og veru æðakerfi samfélagsins hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Svandís. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar gagnrýnt og fullyrt í Morgunblaðinu að kostnaður við sáttmálann hafi nánast tvöfaldast og Alþingi hljóti að þurfa að skoða þau mál. Innviðaráðherra segir fjárheimildir hafa verið tryggðar til félagsins Betri samgöngur sem Alþingi hafi sett á laggirnar á sínum tíma til að stjórna verkefninu. „Síðan er þetta samspil við samgönguáætlun, fjárlagagerð og áætlanir þingsins á hverjum tíma. Við erum auðvitað með þingbundna ríkisstjórn þannig að þingið ræður á Íslandi. Það skiptir mjög miklu máli að eiga í þessum samskiptum við þingið. En ég treysti því og trúi fyrir okkur öll í þessu samfélagi sé þetta verðugt og mikilvægt næsta skref,” segir innviðaráðherra. Greint verði frá röð framkvæmda á kynningarfundi á morgun. Samstaða væri milli stjórnarflokkanna og meðal sveitarfélaganna á höfuð borgarsvæðinu um verkefnið. Auðvitað væri mikilvægt að Alþingi væri vakandi þegar um væri að ræða svo stórar ákvarðanir. Er rétt að kostnaður við sáttmálnn hafi tvöfaldast frá því í september í fyrra? „Ég kannast ekki við þessar tölur sem eru á forsíðu Moggans í dag.“ Þannig að hann er ekki kominn í þrjúhundruð og eitthvað milljarða? „Þær tölur eru á rökum reistar. En síðan (þarf að skoða) hvaða breytingar hafa átt sér stað, bæði hvað varðar umfang sáttmálans, þær aðgerðir sem farið er í, þær framkvæmdir sem þarna eru undir og svo framvegis. Þetta kemur allt saman í ljós á þessari kynningu á morgun,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Samgöngur Reykjavík Borgarlína Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14. mars 2023 15:58