Hundrað ár frá fyrsta flugi milli Íslands og Ameríku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. ágúst 2024 08:48 Douglas World Cruiser-flugvélin Chicago er til sýnis á Smithsonian-safninu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Smithsonian Eitthundrað ár eru um þessar mundir frá því flugvélum var í fyrsta sinn flogið milli Íslands og Ameríku. Flugvélarnar sem það gerðu voru tvær og hafa þær báðar varðveist á flugsöfnum í Bandaríkjunum. Það var að morgni 21. ágúst árið 1924 sem flugvélarnar „New Orleans" og „Chicago" hófu sig flugs frá Reykjavíkurhöfn áleiðis til Suður-Grænlands. Áfangastaðurinn var Frederiksdal, nú Narsarmijit, syðsta byggð Grænlands, sem er um fimmtíu kílómetra norður af Hvarfi, syðsta odda landsins, en þangað náðu flugvélarnar eftir um ellefu klukkustunda flug frá Íslandi. Flugvél Eriks Nelsons, New Orleans, lenti á Hornafirði þann 2. ágúst 1924. Þremur dögum síðar var henni flogið til Reykjavíkur.Höfundur ókunnur/Flugsafn Íslands, Íslenska flugsögufélagið Flugvélarnar voru hluti af hnattflugi bandaríska hersins, sem afrekaði það að verða fyrsta flug sögunnar umhverfis Jörðina. Nítján dögum áður hafði leiðangrinum tekist að fljúga frá Skotlandi til Íslands en lending Svíans Eriks Nelsons á Hornafirði þann 2. ágúst varð fyrsta flug flugvélar yfir úthafið til Íslands. Hnattflugið tók nærri sex mánuði en það hófst í Seattle þann 5. apríl árið 1924. Flugvélarnar sem lögðu af stað voru upphaflega fjórar og kölluðust Douglas World Cruiser. Ein brotlenti í Alaska á fyrstu dögum ferðalagsins, önnur neyddist á fluginu til Íslands til að nauðlenda á Atlantshafi við Færeyjar og sökk þar og voru því aðeins tvær flugvélar eftir sem náðu til Íslands. Óhöppin ollu þó ekki mannskaða en leiðangrinum fylgdu alls sjö herskip, sem mynduðu einskonar öryggiskeðju á fluginu yfir úthöfin. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924 eftir fimm tíma flug frá Hornafirði. Þrettán dögum síðar flugu flugvélarnar áfram til Ameríku.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Eftir að flugvélunum tókst að fljúga frá Íslandi til suðurodda Grænlands var beðið þar í þrjá daga áður en flogið var norðar með vesturströnd Grænlands. Þann 31. ágúst var svo flogið áfram til Labrador, 3. september lentu flugvélarnar í Nova Scotia og þann 6. september náði leiðangurinn til Boston í Bandaríkjunum. Hringnum var svo lokað í Seattle þann 28. september, eftir 175 daga hnattreisu og 371 flugtíma. Flugvélarnar komu við í 28 löndum á leiðinni og var lengsta stoppið á Íslandi. Í áhöfn „New Orleans" voru flugmaðurinn Erik Nelson og vélamaðurinn John Harding en um borð í „Chicago" voru flugmaðurinn Lowell H. Smith og vélamaðurinn Leslie P. Arnold. Flugmennirnir við morgunverðarborð á Hótel Íslandi í ágúst 1924. Frá vinstri: Erik Nelson, John Harding, Lowell H. Smith og Leslie P. Arnold. Þeir urðu fyrstu mennirnir til að fljúga yfir úthafið milli Íslands og annarra landa, fyrst frá Skotlandi til Íslands og síðan áfram til Grænlands.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Flugvélarnar tvær, sem komust umhverfis hnöttinn, eru báðar varðveittar. „Chicago" er til sýnis á Smithsonian-safninu í höfuðborginni Washington. „New Orleans" er í vörslu Museum of flying á Santa Monica-flugvelli í Kaliforníu. Þar voru Douglas-verksmiðjurnar staðsettar en þær smíðuðu flugvélarnar sérstaklega fyrir leiðangurinn. Flugvélin „New Orleans", sem Erik Nelson flaug fyrst til Íslands, hefur þó ekki verið sýnd opinberlega síðan árið 2002. Hún var þá tekin í sundur og sett í geymslu þegar safnið var flutt í ný húsakynni á flugvallarsvæðinu. Bandarísk safnayfirvöld og flugsafnið í Santa Monica komust þá að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að varðveisla „New Orleans" kallaði á sérstakt loftkælt og rakastýrt húsnæði, sem safninu hefur ekki tekist að fjármagna. Flugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugvélarnar voru hafðar á flotum á leið yfir úthafið en á hjólum þegar flogið var yfir meginland.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í nýlegri frétt staðarmiðils í Santa Monica segir að það standi þó til bóta. Flugsafnið sé núna að leita samstarfsaðila til að kosta verkefnið. Það velti þó mikið á hvað borgaryfirvöld í Santa Monica vilji gera. Þau stefna hins vegar að því að loka flugvellinum í árslok 2028. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að flugvélarnar hefðu flogið frá Reykjavík þann 18. ágúst 1924. Þann dag gerðu flugmennirnir tilraun til flugtaks frá ytri höfninni í Reykjavík, sem mistókst, og skemmdust báðar flugvélarnar vegna þungrar undiröldu. Viðgerðir á flugvélunum töfðu því brottför frá Reykjavík til 21. ágúst en nánar um leiðangurinn má lesa um á heimasíðu Flugsafn Íslands. Frétt Stöðvar 2 í maí um hnattflugið má sjá hér: Fréttir af flugi Söfn Bandaríkin Sveitarfélagið Hornafjörður Grænland Reykjavík Tengdar fréttir Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. 2. ágúst 2024 16:07 Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Það var að morgni 21. ágúst árið 1924 sem flugvélarnar „New Orleans" og „Chicago" hófu sig flugs frá Reykjavíkurhöfn áleiðis til Suður-Grænlands. Áfangastaðurinn var Frederiksdal, nú Narsarmijit, syðsta byggð Grænlands, sem er um fimmtíu kílómetra norður af Hvarfi, syðsta odda landsins, en þangað náðu flugvélarnar eftir um ellefu klukkustunda flug frá Íslandi. Flugvél Eriks Nelsons, New Orleans, lenti á Hornafirði þann 2. ágúst 1924. Þremur dögum síðar var henni flogið til Reykjavíkur.Höfundur ókunnur/Flugsafn Íslands, Íslenska flugsögufélagið Flugvélarnar voru hluti af hnattflugi bandaríska hersins, sem afrekaði það að verða fyrsta flug sögunnar umhverfis Jörðina. Nítján dögum áður hafði leiðangrinum tekist að fljúga frá Skotlandi til Íslands en lending Svíans Eriks Nelsons á Hornafirði þann 2. ágúst varð fyrsta flug flugvélar yfir úthafið til Íslands. Hnattflugið tók nærri sex mánuði en það hófst í Seattle þann 5. apríl árið 1924. Flugvélarnar sem lögðu af stað voru upphaflega fjórar og kölluðust Douglas World Cruiser. Ein brotlenti í Alaska á fyrstu dögum ferðalagsins, önnur neyddist á fluginu til Íslands til að nauðlenda á Atlantshafi við Færeyjar og sökk þar og voru því aðeins tvær flugvélar eftir sem náðu til Íslands. Óhöppin ollu þó ekki mannskaða en leiðangrinum fylgdu alls sjö herskip, sem mynduðu einskonar öryggiskeðju á fluginu yfir úthöfin. Önnur flugvélin af tveimur að koma inn til lendingar á Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst árið 1924 eftir fimm tíma flug frá Hornafirði. Þrettán dögum síðar flugu flugvélarnar áfram til Ameríku.Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Eftir að flugvélunum tókst að fljúga frá Íslandi til suðurodda Grænlands var beðið þar í þrjá daga áður en flogið var norðar með vesturströnd Grænlands. Þann 31. ágúst var svo flogið áfram til Labrador, 3. september lentu flugvélarnar í Nova Scotia og þann 6. september náði leiðangurinn til Boston í Bandaríkjunum. Hringnum var svo lokað í Seattle þann 28. september, eftir 175 daga hnattreisu og 371 flugtíma. Flugvélarnar komu við í 28 löndum á leiðinni og var lengsta stoppið á Íslandi. Í áhöfn „New Orleans" voru flugmaðurinn Erik Nelson og vélamaðurinn John Harding en um borð í „Chicago" voru flugmaðurinn Lowell H. Smith og vélamaðurinn Leslie P. Arnold. Flugmennirnir við morgunverðarborð á Hótel Íslandi í ágúst 1924. Frá vinstri: Erik Nelson, John Harding, Lowell H. Smith og Leslie P. Arnold. Þeir urðu fyrstu mennirnir til að fljúga yfir úthafið milli Íslands og annarra landa, fyrst frá Skotlandi til Íslands og síðan áfram til Grænlands.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Flugvélarnar tvær, sem komust umhverfis hnöttinn, eru báðar varðveittar. „Chicago" er til sýnis á Smithsonian-safninu í höfuðborginni Washington. „New Orleans" er í vörslu Museum of flying á Santa Monica-flugvelli í Kaliforníu. Þar voru Douglas-verksmiðjurnar staðsettar en þær smíðuðu flugvélarnar sérstaklega fyrir leiðangurinn. Flugvélin „New Orleans", sem Erik Nelson flaug fyrst til Íslands, hefur þó ekki verið sýnd opinberlega síðan árið 2002. Hún var þá tekin í sundur og sett í geymslu þegar safnið var flutt í ný húsakynni á flugvallarsvæðinu. Bandarísk safnayfirvöld og flugsafnið í Santa Monica komust þá að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að varðveisla „New Orleans" kallaði á sérstakt loftkælt og rakastýrt húsnæði, sem safninu hefur ekki tekist að fjármagna. Flugvélin New Orleans dregin upp á steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn þann 5. ágúst 1924. Flugvélarnar voru hafðar á flotum á leið yfir úthafið en á hjólum þegar flogið var yfir meginland.Jón Jónsson frá Þjórsárholti/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Í nýlegri frétt staðarmiðils í Santa Monica segir að það standi þó til bóta. Flugsafnið sé núna að leita samstarfsaðila til að kosta verkefnið. Það velti þó mikið á hvað borgaryfirvöld í Santa Monica vilji gera. Þau stefna hins vegar að því að loka flugvellinum í árslok 2028. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að flugvélarnar hefðu flogið frá Reykjavík þann 18. ágúst 1924. Þann dag gerðu flugmennirnir tilraun til flugtaks frá ytri höfninni í Reykjavík, sem mistókst, og skemmdust báðar flugvélarnar vegna þungrar undiröldu. Viðgerðir á flugvélunum töfðu því brottför frá Reykjavík til 21. ágúst en nánar um leiðangurinn má lesa um á heimasíðu Flugsafn Íslands. Frétt Stöðvar 2 í maí um hnattflugið má sjá hér:
Fréttir af flugi Söfn Bandaríkin Sveitarfélagið Hornafjörður Grænland Reykjavík Tengdar fréttir Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. 2. ágúst 2024 16:07 Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Eitthundrað ár frá fyrsta flugi til Íslands Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina. 2. ágúst 2024 16:07
Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. 7. maí 2024 22:34