Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 12:11 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/ARnar Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira