Ég má það fyrst ég kemst upp með það Eva Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun