Leyfið Estefaniu að vera hér á landi: Hvers vegna sendum við börn burt? Kamma Thordarson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 „Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Vildi bara láta þig vita að lögreglan kemur á morgun og fer með okkur til Kólumbíu,“ skrifaði vinur minn mér í gær. Ég las skilaboðin ekki strax enda var ég á mikilvægum fundi og hélt að hann væri bara að reyna að finna tíma fyrir stelpurnar okkar til að gista saman. En þetta var alvarlegra mál: Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag. Estefania er yndisleg og hæfileikarík stelpa sem hefur búið á Íslandi í þrjú ár. Hún ætti að hefja sjöunda bekk nú í haust. Á meðan vinkonur hennar velja sér skólatöskur mun Estefania yfirgefa landið og fara til Kólumbíu, lands sem foreldrar hennar flúðu í von um að ala barnið sitt upp við öryggi. Útlendingalög og börn Enginn skilur óréttlæti heimsins betur en sá sem hefur reynt að útskýra útlendingalög fyrir börnunum sínum. „Af hverju má hún ekki búa hérna?“ spyrja þau og svarið er: „Því hún fæddist í Kólumbíu, og stjórnvöld vilja ekki leyfa fólki þaðan að búa hér.“ „Ha? Hvers vegna?“ spyrja þau aftur og aftur, undrandi yfir óréttlætinu sem er óskiljanlegt. Þessar spurningar ættu að vera sjálfsagðar og væru hollar fyrir umræðuna, en því miður gleymast þær oft. Við gætum leyft henni að búa hér áfram. Við gætum leyft henni að byrja í sjöunda bekk, eins og hana dreymir um, en í staðinn látum við hana yfirgefa allt sem hún þekkir. Eftir þrjú ár á Íslandi! Þrjú ár í skóla með jafnöldrum sínum og vinum. Þetta ætti aldrei að gerast. Hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barni? Svara spurningunni: Hvers vegna? Hæfileikaríkir foreldrar Nú segja margir að við getum ekki leyft öllum að vera, og mögulega reynist það rétt. En við getum leyft sumum að vera. Í þessu tilfelli eru foreldrarnir báðir fullfærir starfskraftar sem vinna á Íslandi. Þau eru á leigumarkaði og borga sína leigu með tekjum frá störfum sem þau vinna löglega. Þau eru á engan hátt á framfæri ríkisins. Adrian, faðir Estefaniu, er eðlisverkfræðingur – eða erlendur sérfræðingur. Hann starfar hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á Reykjanesi. Ísland hefur markvisst unnið að því að laða slíka sérfræðinga til landsins. Við höfum sett á fót markaðsverkefni til þess og veitt þeim skattaafslætti svo þeir komi og þekking þeirra nýtist samfélaginu okkar. Hvers vegna vísum við þessum frá? Gerum betur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan hefur fengið þessar fréttir. Þeim var synjað um landvistarleyfi fyrir nokkru síðan. En þá mætti lögreglan ekki á tilsettum tíma, heldur fengu þau að vera lengur. Þau munu sækja um ríkisborgararétt til Alþingis í haust. Gefum þeim frið þangað til þau fá svar. Leyfum þeim að njóta vafans eftir þrjú ár hér á landi. Þau lifa hér góðu lífi, borga skatta og gleðja fólk með nærveru sinni. Sýnum mannúð og sanngirni – sleppum því að senda fólk úr landi sem á heima hér. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varamaður í stjórn Viðreisnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun