Innlent

Einn fluttur á slysa­deild eftir bruna á Amt­manns­stíg

Lovísa Arnardóttir skrifar
Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.
Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta.

„Við erum að vera búnir að slökkva þetta og við erum með allt okkar lið á staðnum,“ segir Borgar Valgeirsson varðstjóri hjá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm
Amtmannsstígur er við Menntaskólann í Reykjavík.Vísir
Töluverður viðbúnaður er á vettvangi.Aðsend

Tilkynnt var um brunann um hálf átta. Búið er að girða svæðið við brunann vel af eins og sést á myndinni hér að neðan. 

Búið er að girða af frá Þingholtsstræti.Vísir

Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected].

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt. Fyrst stóð að tveir hefðu verið fluttir á slysadeild en það var bara einn. Það hefur verið leiðrétt. Leiðrétt klukkan 10:27 þann 13.8.2024. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×