Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 11:03 Daði Björnsson, við hlið Páls Jónssonar á lokadegi aðalmeðferðar í stóra kókaínmálinu svonefnda. Vísir Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21