Íslenski Daninn náði slemmunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 15:46 Hans Lindberg fagnar Ólympíugullinu með liðfélögum sínum Mathias Gidsel, Henrik Moellgaard og Mikkel Hansen. Getty/Alex Davidson Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg kom sér í úrvalshóp í gær þegar hann varð Ólympíumeistari í París. Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira