Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 17:08 Ásmundur Einar er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ásmundur segir að umræða síðustu daga um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir snúist um kjarnann í pólitískri umræðu. „Þetta er bara munur á til að mynda mínum flokki Framsókn annars vegar og Sjálfstæðisflokknum hins vegar þegar kemur að því hvernig við viljum sjá menntakerfið halda utan um börnin,“ segir hann. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum, eftir að Áslaug Arna birti grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hvað verður frítt næst?“ Þar sagði hún að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum, og sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Ásmundur er ósammála þessu. „Við viljum gæðamenntun, en svo nefndi ég þessar félagslegu aðstæður, það er hvað þarf barn til að geta öðlast gæðamenntun,“ segir hann. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna komi inn á þetta, að grunnmenntun eigi að vera gjaldfrjáls. Eitt af því séu námsgögn, og að menntunin sé gjaldfrjáls með öllu. Það séu réttindi barna að svo sé. Ásmundur var í Sprengisandi í morgun, en umræða um námsgögnin hófst eftir rúmlega 20 mínútur. Þar á undan var staða menntakerfisins og hinn nýi Matsferill til umræðu. Ísland framar öðrum í námsárangri miðað við félagslegan bakgrunn Ásmundur segir að úr gögnum, til dæmis Pisa rannsókninni, megi lesa það að Ísland hafi verið framar heldur en hin Norðurlöndin þegar kemur að jöfnuði miðað við félagslegan bakgrunn. „Þar hefur okkur verið að hraka á undanförnum árum. Við erum komin á sama stað og Norðurlöndin hvað það snertir, og það kallar á að við hugum að félagslegu hliðinni samhliða,“ segir hann. Hann sé því mjög fylgjandi gjaldfrjálsum skólamáltíðum og námsgögnum. Stíga skref inn í framhaldsskólakerfið Ásmundur segir að verið sé að vinna að því núna að stíga skref inn í framhaldsskólakerfið sem miðar að því að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir átján ára og yngri. Áformin um það séu í samráðsgáttinni og frumvarpið verði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Hann segir að það sé pólitískur skoðanamunur í þessu máli milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „En ég er algjörlega sannfærður um að þetta sé rétt skref.“ Hann nefnir það að varaforsetaefni Kamölu Harris hafi gert skólamáltíðir gjaldfrjálsar í Minnesota og hann sé þekktur fyrir það. „Hann sagði þar að ef það ætti að kalla þetta vonda pólitík, þá myndi hann glaður bera þá orðu,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Sprengisandur Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. 10. ágúst 2024 15:03