Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 11:08 Frá Herjólfsdal um verslunarmannahelgi. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti. Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira