Halla Tómasdóttir orðin sjöundi forseti lýðveldisins Kjartan Kjartansson, Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 1. ágúst 2024 14:16 Halla og eiginmaður hennar Björn Skúlason á svölum Alþingis eftir að hún tók formlega við embætti forseta Íslands. Vísir/RAX Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Dagskráin hófst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan 15:30 en embættistakan var í beinu streymi á Vísi frá klukkan 15:00. Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Að helgistundinni lokinni var gengið yfir í þinghúsið. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar kjöri forseta og nýkjörinn forseti undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni. Halla er sjöundi forseti lýðveldisins. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan: Almenningi var boðið að fylgjast með embættistökunni og fagna nýjum forseta á Austurvelli. Þar vorusettir upp skjáir svo fólk gæti fylgst með athöfninni. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli og fagnaði nýjum forseta. Að loknu drengskaparheiti sínu að stjórnarskránni minntist nýr forseti fósturjarðarinnar af svölum þingshússins. Fylgst var með því sem fram fór í vaktinni á Vísi hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.
Forseti Íslands Alþingi Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 4. júní 2024 10:46
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19