Hvernig skal takast á við slæma veðrið Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:35 Sólin hefur ekki látið sjá sig nógu mikið það sem af er sumri. Rigningin hefur aftur á móti verið tíður gestur. Vísir/Vilhelm Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. Þáttastjórnendur Brennslunnar, þau Egill Ploder og Kristín Ruth, eru komin með nóg af slæma veðrinu sem hefur verið á Íslandi í sumar. Þau deyja þó ekki ráðalaus og ákváðu því að heyra í sálfræðingunum Nínu Björg og Katrínu Mjöll, sem stjórna hlaðvarpinu Kvíðakastið, til að fá góð ráð við leiðindunum sem fylgja slæma veðrinu. „Ég finn sjálf fyrir þessu, ég er með kvef og það er júlí, ég er að fá haustfrunsuna mína. Þetta er ömurlegt,“ segir Katrín þegar rætt er um það hvort veðrið hafi áhrif á líðan fólks. „Svo eru alveg líffræðilegir þættir á bakvið þetta, við vitum að með sólinni þá kemur seratónín sem er hamingjuhormónið okkar.“ Þá tala þær um Sigga storm og veðurspána hans fyrir sumarið. Siggi hafði lofað góðu sumri en endaði á að biðjast afsökunar á spánni þegar hún rættist ekki. „Siggi kemur hérna og segir að sumarið verður geggjað og svo standast þær væntingar ekki, þá er það extra sárt,“ segir Nína. Brostnar væntingar Þær eru þá spurðar hvernig hægt sé að fá seratónín í sólarleysinu hér á landi. „Við sálfræðingar viljum helst gera aðra hluti heldur en að fara strax í lyfin eða eitthvað svoleiðis,“ segir Nína við því. Lausnin felist frekar í því að eyða tíma með nánustu vinum og fjölskyldu, sinna áhugamálum og slíkt. „En auðvitað er það þegar við erum að fara inn í sumarið og viljum fara í útivistina okkar, fara í útilegur, það er ótrúlega krefjandi að hlakka til að geta gert allt þetta og síðan eru væntingarnar svolítið brostnar.“ Lausnin geti þó verið að láta veðrið ekki stoppa sig. Ef búið er að skipuleggja útivist þá gæti verið sniðugt að klæða sig í betri föt og fara út í vonda veðrið. Það hjálpi ekki að bera veðrið hjá sér saman við veðrið sem vinir og vandamenn eru í annars staðar. Einnig sé ekki endilega gott að kíkja endalaust á veðurspána. Fáir sólardagar Katrín segir að skjólstæðingar sem hún er með tali um hvað það sé erfitt þegar veðrið er slæmt. Þá tali líka margir um sólarkvíðann, það er að þegar sólin kemur þá þurfi að gera allt. Nína segir að við á Íslandi séum í sérstakri stöðu. „Við erum með þessa fáu sólardaga og viljum nýta þá sem best. Síðan þegar þeir koma ekki þá verðum við mjög reið og döpur.“ Síðan getur sólin látið sjá sig þegar fólk getur ekki notið hennar. Það hjálpar ekki endilega skapinu. „Ef þú ert að vinna og það er sól, það er algjör vanlíðan sem fylgir því.“ Þáttastjórnendurnir Egill Ploder og X velta því upp að það eigi bara að vera lokað vegna veðurs þegar sólin lætur sjá sig. „Svona án gríns, það þarf bara að ræða það að setja það í lög,“ segir Egill. Hann segist skilja það ef fyrirtæki ákveði að hafa lokað vegna veðurs. Þrautseigja í þjóðinni Umræðan berst þá út í hamingjukannanir en Íslendingar skora yfirleitt hátt í þeim. Ísland hefur á undanförnum árum verið í þriðja sæti í hamingjukönnuninni World Happiness Report. Þáttastjórnendurnir velta því fyrir sér hvernig það gengur upp, hvers vegna Íslendingum tekst að vera hamingjusamir í þessu öllu saman. „Ég held að við Íslendingar séum bara ógeðslega dugleg í að aðlagast aðstæðum,“ segir Nína. „Við erum alltaf í einhverju roki og rigningu en við reynum að gera það besta úr því sem við höfum. Það er gífurleg þrautseigja í þessari þjóð.“ Veður Brennslan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira
Þáttastjórnendur Brennslunnar, þau Egill Ploder og Kristín Ruth, eru komin með nóg af slæma veðrinu sem hefur verið á Íslandi í sumar. Þau deyja þó ekki ráðalaus og ákváðu því að heyra í sálfræðingunum Nínu Björg og Katrínu Mjöll, sem stjórna hlaðvarpinu Kvíðakastið, til að fá góð ráð við leiðindunum sem fylgja slæma veðrinu. „Ég finn sjálf fyrir þessu, ég er með kvef og það er júlí, ég er að fá haustfrunsuna mína. Þetta er ömurlegt,“ segir Katrín þegar rætt er um það hvort veðrið hafi áhrif á líðan fólks. „Svo eru alveg líffræðilegir þættir á bakvið þetta, við vitum að með sólinni þá kemur seratónín sem er hamingjuhormónið okkar.“ Þá tala þær um Sigga storm og veðurspána hans fyrir sumarið. Siggi hafði lofað góðu sumri en endaði á að biðjast afsökunar á spánni þegar hún rættist ekki. „Siggi kemur hérna og segir að sumarið verður geggjað og svo standast þær væntingar ekki, þá er það extra sárt,“ segir Nína. Brostnar væntingar Þær eru þá spurðar hvernig hægt sé að fá seratónín í sólarleysinu hér á landi. „Við sálfræðingar viljum helst gera aðra hluti heldur en að fara strax í lyfin eða eitthvað svoleiðis,“ segir Nína við því. Lausnin felist frekar í því að eyða tíma með nánustu vinum og fjölskyldu, sinna áhugamálum og slíkt. „En auðvitað er það þegar við erum að fara inn í sumarið og viljum fara í útivistina okkar, fara í útilegur, það er ótrúlega krefjandi að hlakka til að geta gert allt þetta og síðan eru væntingarnar svolítið brostnar.“ Lausnin geti þó verið að láta veðrið ekki stoppa sig. Ef búið er að skipuleggja útivist þá gæti verið sniðugt að klæða sig í betri föt og fara út í vonda veðrið. Það hjálpi ekki að bera veðrið hjá sér saman við veðrið sem vinir og vandamenn eru í annars staðar. Einnig sé ekki endilega gott að kíkja endalaust á veðurspána. Fáir sólardagar Katrín segir að skjólstæðingar sem hún er með tali um hvað það sé erfitt þegar veðrið er slæmt. Þá tali líka margir um sólarkvíðann, það er að þegar sólin kemur þá þurfi að gera allt. Nína segir að við á Íslandi séum í sérstakri stöðu. „Við erum með þessa fáu sólardaga og viljum nýta þá sem best. Síðan þegar þeir koma ekki þá verðum við mjög reið og döpur.“ Síðan getur sólin látið sjá sig þegar fólk getur ekki notið hennar. Það hjálpar ekki endilega skapinu. „Ef þú ert að vinna og það er sól, það er algjör vanlíðan sem fylgir því.“ Þáttastjórnendurnir Egill Ploder og X velta því upp að það eigi bara að vera lokað vegna veðurs þegar sólin lætur sjá sig. „Svona án gríns, það þarf bara að ræða það að setja það í lög,“ segir Egill. Hann segist skilja það ef fyrirtæki ákveði að hafa lokað vegna veðurs. Þrautseigja í þjóðinni Umræðan berst þá út í hamingjukannanir en Íslendingar skora yfirleitt hátt í þeim. Ísland hefur á undanförnum árum verið í þriðja sæti í hamingjukönnuninni World Happiness Report. Þáttastjórnendurnir velta því fyrir sér hvernig það gengur upp, hvers vegna Íslendingum tekst að vera hamingjusamir í þessu öllu saman. „Ég held að við Íslendingar séum bara ógeðslega dugleg í að aðlagast aðstæðum,“ segir Nína. „Við erum alltaf í einhverju roki og rigningu en við reynum að gera það besta úr því sem við höfum. Það er gífurleg þrautseigja í þessari þjóð.“
Veður Brennslan Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira