Barátta Seðlabankans löngu töpuð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 19:10 Vilhjálmur segir að peningastefna Seðlabankans hafi beðið skipbrot. Vísir/Vilhelm „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. „Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi. Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
„Við erum með langhæstu stýrivextina miðað við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn og aftur á uppleið og miklu hærri en í samanburðarlöndum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur stakk niður penna í kjölfar fregna í morgun af því að verðbólga hafi aukist milli mánaða, og ólíklegt sé að stýrivextir verði lækkaðir í bráð. Viðskiptabankarnir sleiki útum Vilhjálmur segir að verðbólgan sé á uppleið, þrátt fyrir að nýfrágengnir kjarasamningar séu afar hóflegir, og að ferðamönnum hafi fækkað um 9%. Þá sé hagvöxtur einnig í frjálsu falli, en verðbólgan haldi áfram að aukast. „Enn og aftur eru það viðskiptabankarnir og fjármálakerfið sem sleikja útum yfir okurvöxtum Seðlabankans enda nægir að horfa á afkomutölur bankanna því til sönnunar,“ segir Vilhjálmur. Hefur áhyggjur af komandi mánuðum Vilhjálmur segir að uppundur fjörutíu prósent af verðbólgu síðustu tíu ára hafi verið vegna framboðsskorts á íbúðarhúsnæði. Þetta hafi leitt til mikillar hækkunar íbúðaverðs og leiguverðs. Síðan komi fjárfestar og kaupi 9 af hverjum 10 íbúðum sem koma á markaðinn og unga fólkið komist ekki inná markaðinn vegna framboðsskorts og himinhárra vaxtakjara. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gríðarlegar áhyggjur af komandi mánuðum enda sýnist mér að það stefni í brotlendingu í íslensku samfélagi ef ekkert verður að gert,“ segir Vilhjálmur. Á þessu ári losni uppundur 300 milljarðar af óverðtryggðum föstum húsnæðisvöxtum heimilanna með þeim afleiðingum að vaxtabyrði heimilanna eykst um 70 til 100 prósent á einni nóttu. Það sé ljóst að „okurvextir fjármálakerfisins“ séu ekki að skila þeim árangri sem almenningi sé talið trú um að þeir muni gera, nema síður sé. Skipta þurfi um þjálfara eða leikkerfi „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að þjálfari stillir upp liði og leikkerfi sem ekki virkar, þar sem menn tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og enginn árangur næst, þá held ég að þurfi að skipta um þjálfarann eða taka upp nýtt leikkerfi,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Það sé ljóst nú þegar verðbólgan fer úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent milli mánaða þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið í 9,25 prósentum frá því í ágúst 2023, að eitthvað stórt og mikið sé klárlega að. Hann segir ljóst að háir vextir skili sér út í verðlag. Fyrirtækin þurfi einhvern veginn að fá fjármagn til að standa undir auknum fjármagnskostnaði, sem fylgir háum vöxtum. Sá kostnaður fari út í verðlag fyrirtækjanna. Sömuleiðis séu gífurlega háir vextir á lánum sem byggingaverktakar þurfa að taka til að byggja húsnæði, til þess eins fallnir að hækka verð á nýbyggðum íbúðum. Það sé alveg ljóst að stýrivaxtatækið virki ekki sem skyldi.
Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira