Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 20:35 FÍB vill að kílómetragjaldið takið mið af þyngd og orkugjafa ökutækis, en þau segja ósanngjarnt að gjaldið verði það sama fyrir lítinn bíl eins og Toyota Yaris, og stærri jeppa. Ívar Fannar/Getty Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira