Móðurfélag Össurar hagnaðist um 2,8 milljarða á metfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2024 08:52 Vöxtur var í sölu félagsins sem hefur uppfært fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2024. Vísir/Vilhelm Embla Medical, móðurfélag stoðtækjafyrirtækisins Össurar skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2024 og jókst hann um 26 prósent frá sama tíma í fyrra. Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira