Ákærð vegna amfetamínsbasa í áfengisflöskum og snyrtivörum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 07:00 Efnin fundust til að mynda í áfengisflöskum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 6,8 lítrum af amfetamínbasa sem er talin hafa verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Efnin voru flutt hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Þau fundust á póstafgreiðslustöð í Hafnarfirði og var þeim skipt út fyrir gerviefni. Einn þeirra grunaðu er ákærður fyrir að hafa fengið hina sakborningana til þess að vera skráðir sem móttakendur sendingarinnar, fá þá til að sækja sendinguna og koma henni til sín. Efnin voru í tveimur sendingum. Annars vegar voru 3310 millilítar faldir í níu áfengisflöskum. Hins vegar voru 3470 millilítarar faldir í sextán snyrtivöruflöskum. Styrkleiki efnanna var á bilinu 60 til 62 prósent. Sendingarnar voru, samkvæmt ákæru, sóttar á póstmiðstöð þann 23. febrúar, en í tvennu lagi. Í báðum tilfellum skutlaði einn sakborningur öðrum sakborningi í póstmiðstöðina þar sem hann sótti sendingu. Síðan skutlaði sakborningurinn sem var akandi hinum sakborningnum eitthvert annað, en hélt sendingunni sjálfur. Lögreglan handtók síðan þá sem héldu sendingunum. Sakfellingardómar í fíkniefnamálum sem varða innflutning á amfetamínbasa hafa flestir varðað meira en eins árs fangelsidóm. Sem dæmi má nefna hlaut kona, sem ekki hafði fengið dóm áður, fjögurra ára fangelsisdóm í fyrra fyrir innflutning á 3,8 lítrum af amfetamínsbasa með 40 til 43 prósent styrkleika. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Efnin voru flutt hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi þann 19. febrúar síðastliðinn. Þau fundust á póstafgreiðslustöð í Hafnarfirði og var þeim skipt út fyrir gerviefni. Einn þeirra grunaðu er ákærður fyrir að hafa fengið hina sakborningana til þess að vera skráðir sem móttakendur sendingarinnar, fá þá til að sækja sendinguna og koma henni til sín. Efnin voru í tveimur sendingum. Annars vegar voru 3310 millilítar faldir í níu áfengisflöskum. Hins vegar voru 3470 millilítarar faldir í sextán snyrtivöruflöskum. Styrkleiki efnanna var á bilinu 60 til 62 prósent. Sendingarnar voru, samkvæmt ákæru, sóttar á póstmiðstöð þann 23. febrúar, en í tvennu lagi. Í báðum tilfellum skutlaði einn sakborningur öðrum sakborningi í póstmiðstöðina þar sem hann sótti sendingu. Síðan skutlaði sakborningurinn sem var akandi hinum sakborningnum eitthvert annað, en hélt sendingunni sjálfur. Lögreglan handtók síðan þá sem héldu sendingunum. Sakfellingardómar í fíkniefnamálum sem varða innflutning á amfetamínbasa hafa flestir varðað meira en eins árs fangelsidóm. Sem dæmi má nefna hlaut kona, sem ekki hafði fengið dóm áður, fjögurra ára fangelsisdóm í fyrra fyrir innflutning á 3,8 lítrum af amfetamínsbasa með 40 til 43 prósent styrkleika.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira