„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 19:16 Meðal þess sem kann að skýra hækkun íbúðaverðs er aukin eftirspurn eftir húsnæði á öðrum svæðum í kjölfar jarðhræringanna í Grindavík. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una. Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sýna að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent í júní. Íbúðaverð á landsvísu hefur hækkað um 9,1 prósent á síðustu tólf mánuðum, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu sem á sama tíma hefur mælst 5,8 prósent. Þá nam raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl. „Fasteignaverð er að taka svolítið við sér. Við höfum fengið ágætis hækkun núna tvo mánuði í röð en á þessum tíma í fyrra þá var mjög lítið að gera, þá sáum við einstaka lækkanir á milli mánaða,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.Sigurjón Ólason Þá hefur sala einnig aukist frá því í fyrra, en um þrjátíu prósent fleiri kaupsamningar hafa verið undirritaðir samanborið við sama tíma í fyrra. „Það er svolítið sérkennilegt að þetta sé að eiga sér stað á þeim tíma þar sem við búum við svona ofboðslega háa vexti og höfum gert það í dágóðan tíma,“ segir Una. Nokkrir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Þetta gæti verið af því að það eru væntingar um vaxtalækkanir framundan, að það hreyfi svolítið við eftirspurninni. Svo er líka hægt að benda mögulega á áhrif vegna Grindavíkur, það er að segja þar varð stóraukin þörf á íbúðarhúsnæði annars staðar þegar fólk frá Grindavík þurfti að flýja.“ Ekki sé útilokað að fasteignaverð haldi áfram að hækka. „Það getur alveg haldið svona áfram eitthvað næstu mánuði, það er alveg útlit fyrir það að íbúðir haldi aðeins áfram að hækka,“ segir Una.
Húsnæðismál Efnahagsmál Grindavík Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira