Rúrik og Pétur Jóhann þeir frægustu sem hún hefur hitt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 08:58 Stella er meðal keppenda í Ungfrú Ísland 2024. Arnór Trausti Stella Karen Kristjánsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær búsett í Mosfellsbæ. Hún æfir borðtennis með meistaraflokki Víkings og landsliði Íslands. Stella segir að þáttaka hennar í keppinni um Ungfrú Ísland uppfylli æskudrauminn um að vera prinsessa þegar hún stígur á svið klædd fallegum kjól í Gamla Bíói þann 14. ágúst næstkomandi. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Stella Karen Kristjánsdóttir Aldur? 23 ára Starf? Starfsmaður hjá Joe & The Juice og laugarvörður í Sundlaug Kópavogs á sumrin. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst aðeins með keppninni síðustu ár og langað að taka þátt en ekki haft kjarkinn í það. Mér finnst þetta vera góð áskorun til að takast á við óöryggi, læra að koma fram og bera höfuðið hátt. Svo skemmir ekki fyrir að fá að koma fram í fallegum kjól og uppfylla þar með ákveðinn æskudraum um að vera prinsessa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Fyrir utan það að vera orðin betri í að ganga í hælaskóm þá hef ég t.d. lært að á meðan þú dáist að öðrum þá er kannski einhver að dást að þér í leiðinni. Þetta er eitthvað sem væri gott að muna ef maður skyldi fara að efast um sjálfan sig. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku og svo gæti ég mögulega bjargað mér á dönsku eins og held ég margir aðrir hér á landi. Ég lærði einnig spænsku og frönsku í menntaskóla. Hvað hefur mótað þig mest? Ég trúi því að umhverfið spili stóran þátt í að móta einstaklinginn og þá sérstaklega á uppeldisárunum. Ég hef átt góða æsku en á sama tíma eru þar erfiðir þættir sem hafa ef til vill haft áhrif á mig og mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan mín hingað til er eflaust þegar ég missti ömmu mína úr krabbameini árið 2020. Ég ólst í rauninni upp hjá henni frá tveggja ára aldri. Það tók mikið á að missa hana og voru ákveðnir erfiðleikar sem fylgdu í kjölfarið sem ég tel mig hafa unnið ágætlega úr í dag. Hverju ertu stoltust af? Ég er nokkuð stolt af sjálfri mér fyrir að hafa stigið út fyrir þægindarammann síðustu ár. Það er eitthvað sem ég átti erfitt með fyrir ekki svo löngu síðan þar sem ég var mjög feimin og átti oft erfitt með að tjá mig fyrir framan fólk. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki stressa þig yfir hlutum sem þú hefur enga stjórn á. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pasta og pizza er gott og klassískt svar en svo held ég líka mikið upp á góðan hamborgarhrygg. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Helsta fyrirmyndin mín í lífinu er án efa eldri systir mín Bryndís. Ég hef alltaf litið upp til hennar frá því að ég var lítil. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt nokkuð marga þekkta Íslendinga en sá sem er með hvað mest fylgi erlendis í dag er líklegast Rúrik Gísla. Hann var mjög almennilegur. Annars verð ég að nefna Pétur Jóhann líka. Hann er algjör meistari og ég gat ekki annað en beðið um mynd með honum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Mér dettur ekkert sérstakt atvik í hug en ég man einhver skipti þegar ég var yngri og reyndi að segja eitthvað fyndið en það fannst engum öðrum það fyndið nema mér. Það getur verið pínlegt þegar maður er á viðkvæmum aldri. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hver er þinn helsti ótti? Ég hef alltaf verið rosalega hrædd við geitunga, aldrei verið stungin samt. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Nú fer allt eftir hveru langt fram í tímann á að líta en ég sé mig fyrir mér heilbrigða og gifta með barn eða börn. Ég vil ljúka háskólanámi, vera í vinnu sem mér líkar og mögulega búa erlendis. Hvaða lag tekur þú í karókí? Mr. Brightside með The Killers. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærasti og vinir. Uppskrift að drauma degi? Það er svo margt hægt að gera til að eiga góðan dag. Ég væri helst til í að vera einhvers staðar sem er hlýtt og nálægt strönd. Ég myndi byrja daginn á góðum morgunmat, fara í ræktina, liggja aðeins í sólbaði og fara svo í tívolí eða eitthvað álíka. Borða góðan mat um kvöldið og ganga meðfram ströndinni. Mögulega fara á einhvern stað þar sem er spilað góða tónlist. Svo myndi ég fara heim og borða smá nammi yfir góðri bíómynd. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21 „Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“ Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 15. júlí 2024 08:01 Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01 Með gervifót og hafði aldrei gengið í háhæluðum skóm Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi. 12. júlí 2024 07:01 Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01 „Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01 Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01 Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum. 15. júlí 2024 13:05 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Stella Karen Kristjánsdóttir Aldur? 23 ára Starf? Starfsmaður hjá Joe & The Juice og laugarvörður í Sundlaug Kópavogs á sumrin. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst aðeins með keppninni síðustu ár og langað að taka þátt en ekki haft kjarkinn í það. Mér finnst þetta vera góð áskorun til að takast á við óöryggi, læra að koma fram og bera höfuðið hátt. Svo skemmir ekki fyrir að fá að koma fram í fallegum kjól og uppfylla þar með ákveðinn æskudraum um að vera prinsessa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Fyrir utan það að vera orðin betri í að ganga í hælaskóm þá hef ég t.d. lært að á meðan þú dáist að öðrum þá er kannski einhver að dást að þér í leiðinni. Þetta er eitthvað sem væri gott að muna ef maður skyldi fara að efast um sjálfan sig. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku og svo gæti ég mögulega bjargað mér á dönsku eins og held ég margir aðrir hér á landi. Ég lærði einnig spænsku og frönsku í menntaskóla. Hvað hefur mótað þig mest? Ég trúi því að umhverfið spili stóran þátt í að móta einstaklinginn og þá sérstaklega á uppeldisárunum. Ég hef átt góða æsku en á sama tíma eru þar erfiðir þættir sem hafa ef til vill haft áhrif á mig og mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Erfiðasta lífsreynslan mín hingað til er eflaust þegar ég missti ömmu mína úr krabbameini árið 2020. Ég ólst í rauninni upp hjá henni frá tveggja ára aldri. Það tók mikið á að missa hana og voru ákveðnir erfiðleikar sem fylgdu í kjölfarið sem ég tel mig hafa unnið ágætlega úr í dag. Hverju ertu stoltust af? Ég er nokkuð stolt af sjálfri mér fyrir að hafa stigið út fyrir þægindarammann síðustu ár. Það er eitthvað sem ég átti erfitt með fyrir ekki svo löngu síðan þar sem ég var mjög feimin og átti oft erfitt með að tjá mig fyrir framan fólk. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ekki stressa þig yfir hlutum sem þú hefur enga stjórn á. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pasta og pizza er gott og klassískt svar en svo held ég líka mikið upp á góðan hamborgarhrygg. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Helsta fyrirmyndin mín í lífinu er án efa eldri systir mín Bryndís. Ég hef alltaf litið upp til hennar frá því að ég var lítil. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Ég hef afgreitt nokkuð marga þekkta Íslendinga en sá sem er með hvað mest fylgi erlendis í dag er líklegast Rúrik Gísla. Hann var mjög almennilegur. Annars verð ég að nefna Pétur Jóhann líka. Hann er algjör meistari og ég gat ekki annað en beðið um mynd með honum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Mér dettur ekkert sérstakt atvik í hug en ég man einhver skipti þegar ég var yngri og reyndi að segja eitthvað fyndið en það fannst engum öðrum það fyndið nema mér. Það getur verið pínlegt þegar maður er á viðkvæmum aldri. View this post on Instagram A post shared by Stella (@stellakristjansd) Hver er þinn helsti ótti? Ég hef alltaf verið rosalega hrædd við geitunga, aldrei verið stungin samt. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Nú fer allt eftir hveru langt fram í tímann á að líta en ég sé mig fyrir mér heilbrigða og gifta með barn eða börn. Ég vil ljúka háskólanámi, vera í vinnu sem mér líkar og mögulega búa erlendis. Hvaða lag tekur þú í karókí? Mr. Brightside með The Killers. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærasti og vinir. Uppskrift að drauma degi? Það er svo margt hægt að gera til að eiga góðan dag. Ég væri helst til í að vera einhvers staðar sem er hlýtt og nálægt strönd. Ég myndi byrja daginn á góðum morgunmat, fara í ræktina, liggja aðeins í sólbaði og fara svo í tívolí eða eitthvað álíka. Borða góðan mat um kvöldið og ganga meðfram ströndinni. Mögulega fara á einhvern stað þar sem er spilað góða tónlist. Svo myndi ég fara heim og borða smá nammi yfir góðri bíómynd. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21 „Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“ Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 15. júlí 2024 08:01 Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01 Með gervifót og hafði aldrei gengið í háhæluðum skóm Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi. 12. júlí 2024 07:01 Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01 „Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01 Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01 Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum. 15. júlí 2024 13:05 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 21. maí 2024 14:21
„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“ Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 15. júlí 2024 08:01
Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11. júlí 2024 09:01
Með gervifót og hafði aldrei gengið í háhæluðum skóm Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi. 12. júlí 2024 07:01
Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10. júlí 2024 09:01
„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“ Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó. 9. júlí 2024 09:01
Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. 8. júlí 2024 09:01
Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum. 15. júlí 2024 13:05