Logi Bergmann var tekinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 14:24 Logi Bergmann féll á eigin bragði. Hann segist líða eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024 Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira
Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira