Íslensk stökkbreyting þrefaldar áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 18:48 Kári Stefánsson forstjóri ÍE, og síðasti höfundur á greininni, með Sædísi Sævarsdóttur, fyrsta höfundi á greininni. Íslensk Erfðagreining Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi. Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Sjálfsónæmi í skjaldkirtli er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fær hann einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýsir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar meðferðar með skjaldkirtilshormóni. Skoðuðu gögn frá Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi Í rannsókninni voru afgerðargögn skoðuð frá ÍE, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi. Rúmlega 110 þúsund einstaklingar með skjaldkirtilssjúkdóm voru bornir saman við 1,1 milljón einstaklinga án hans. Alls fundust 290 erfðabreytileikar sem tengjast sjúkdómnum, þar af 115 sem ekki var vitað af áður. Tveir þessara erfðabreytileika auka áhættuna mest, en þeir finnast bara í Finnlandi og á Íslandi. Í frétt ÍE segir að fundurinn sýni styrk þess að rannsaka þjóðir sem hafa áður verið einangraðar, til að finna sjaldgæfa erfðabreytileika sem tengjast mikilli sjúkdómshættu. Erfðabreytileikarnir tveir eru í geninu sem tjáir LAG-3 viðtakann sem er lífmark eins af þeim lyfjum sem ræsa ónæmiskerfið gegn krabbameini, svokölluðum varðstöðvahemlum. Íslenski erfðabreytileikinn meira en þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli Þeir sem eru með þennan íslenska erfðabreytileika eru með helmingi lægri styrk af LAG-3 próteininu í blóði samanborið við þá sem ekki hafa hann. Þannig þrefaldar hann áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli, en hann býr til nýjan startkóða fyrir próteintjáningu, og leiðir til minni getu til að tjá LAG-3 genið í ónæmisfrumum. Erfðabreytileikinn hefur þannig sambærileg áhrif og aukaverkanir ýmissa lyfja eins og krabbameinslyfja, sem hemja LAG-3 viðtakann. Skjaldkirtill er lítill kirtill sem er staðsettur neðarlega í framanverðum hálsi. Hann er innkirtill og seytir hormónum beint í blóðrásina.Getty Þrír einstaklingar fundust sem reyndust vera arfhreinir fyrir erfðabreytileikann, og allir voru þeir með sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Einn þeirra var einnig með tvo aðra sjálfónæmissjúkdóma, vitiligo og týpu 1 sykursýki. Erfðabreytileikinn reyndist einnig fimmfalda áhættuna á vitiligo. Vanvirkur skjaldkirtill og Vitiligo eru þekktar aukaverkanir ýmissa lyfja, sem hemja LAG-3 genið. Um 500 Íslendingar með erfðabreytileikann Sædís Sævarsdóttir, fyrsti höfundur greinarinnar, segir að tíðni erfðabreytileikans sé um 0,13 prósent, og því beri hann um 500 Íslendingar. Hún segir að fundurinn gæti hjálpað til við að þróa lyfjameðferð. „Þessi stökkbreyting er í raun að hafa svipuð áhrif og aukaverkanir af krabbameinslyfjum sem kallast checkpoint inhibitors. Þessi fundur er kannski frekar að benda okkur á meðferðarleiðir frekar en eitthvað til að skima fyrir eða svoleiðis,“ segir Sædís. Dæmi séu um aðra varðstöðvarhemla þar sem lyf í gigtarlækningum virkja þá, en lyf í krabbameinslækningum hemja þá. Nú séu lyfjarannsóknir í gangi sem að í raun og veru virkja þetta LAG-3 prótín sem stökkbreytingin er í, og virkja þannig öfugt við krabbameinslyfin sem hemja það. Sjá nánar í tilkynningu ÍE.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira