Innlent

Stöðva starf­semi matvælafyrirtækis á Norður­landi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frávik komu í ljós við eftirlit MAST.
Frávik komu í ljós við eftirlit MAST. vísir

Matvælastofnun stöðvaði starfsemi matvælafyritækis á Norðurlandi eystra í síðustu viku vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum.

Fram kemur á vef MAST að stöðvunin hafi farið fram föstudaginn 5. júlí. Ekki kemur fram hvaða fyrirtæki á í hlut. 

„Við eftirlit komu í ljós mörg alvarleg frávik sem fólu í sér brot á matvælalögum og reglugerðum byggðum á þeim sem settar eru til að tryggja öryggi og heilsu neytenda,“ segir í tilkynningu. 

Stofnunin gerir því kröfur um umfangsmiklar úrbætur. Starfsemin verði ekki leyfð að nýju fyrr en orðið hafi við þeim. 

„Jafnframt hefur fyrirtækið verið fellt úr frammistöðuflokki B niður í frammistöðuflokk C sem felur í sér strangara eftirlit þegar starfsemin hefst að nýju.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×