Búast við blíðu á Írskum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 16:24 Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi Mynd/Sunna Gautadóttir Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum. Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir Akranes Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir
Akranes Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira