Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 11:13 Bílstjórinn með fingur og augu á síma en fótinn á bensíngjöfinni. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“ Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“
Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira