Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 10:47 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira