Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 18:36 Einar Sveinn segirhraunkælinguna ekki tæknilega flóka en mikið umfang að setja hana upp. Vísir/Vilhelm Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. „Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10
Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40