Engin dóttir í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 08:41 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu báðar af undankeppninni í ár en þær hafa verið með á flestum heimsleikum frá 2008. @thedavecastro CrossFit staðreyndasíðan Known & Knowable vekur á athygli á fjarveru íslenskra CrossFit kvenna á heimsleikunum í haust. Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable CrossFit Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Sjá meira
Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable
CrossFit Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Sjá meira