Innlent

Al­var­legt rútuslys í Öxnadal

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu.
Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend

Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður.

Þetta staðfesta Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. RÚV greindi fyrst frá slysinu. 

Bæði samhæfingarmiðstöð og hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð. Öxnadalsheiði hefur verið lokað og bent á hjáleið um Tröllaskaga.

Að sögn Hjördísar hafnaði rúta, með 22 farþega innanborðs og ökumann, út af veginum í Öxnadal. Hún kveðst ekki hafa nánari upplýsingar að svo stöddu um alvarleika slyssins eða meiðsl farþega. 

Fylgst er með gangi mála í Vaktinni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×