Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 16:36 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir undirrituðu kjarasamninga í nótt. Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira