Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Árni Sæberg skrifar 13. júní 2024 14:46 Gerður Björt er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Wise. Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira