Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 10:46 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir erindi fjármála- og efnahagsráðherra hafa lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglu. Arnar/Vilhelm Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu. Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08