Innlent

Sam­eyki fram­lengdi kjara­samning við ríkið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var viðstaddur ásamt samninganefndum.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var viðstaddur ásamt samninganefndum. Mynd/Aðsend

Samninganefndir ríkisins og Sameykis gengu frá samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila við Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í kvöld.

Í tilkynningu kemur fram að gildistími samningsins er til fjögurra ára, frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

„Kjarasamningurinn er gerður í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í mars 2024.Nú hefst vinna við að útbúa kynningarefni um kjarasamninginn og verður kynningarfundur auglýstur á næstu dögum,“ segir enn fremur í tilkynningu.

Við undirritun samningsins í kvöld.Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×