Jónsósómi II – engin skuldsetning vegna 984 m.kr. hafnarframkvæmda Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 18:00 Jón Kaldal hefur dregið til baka þá röngu fullyrðingu sína að laxeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélögin vegna hafnagjalda. Það eru engin dæmi um slíkt. Þessu er öfugt farið. Tvisvar hafa sveitarfélög höfðað mál á hendur laxeldisfyrirækjunum vegna hafnagjalda. Öðru málinu var vísað frá dómi enda tilhæfulaust. Því var ekki áfrýjað. Í hinu málinu var gjaldskrá eldisfyrirtækja hækkuð töluvert og fyrirtækin mótmælti henni. Annað fyrirtækið greiddi ekki hækkunina og hitt greiddi með fyrirvara um lögmæti breytingarinnar. Sveitarfélagið Vesturbyggð höfðaði mál fyrir dómstólum og krafðist þess að fá hækkunina greidda. laxeldisfyrirtækið var í héraðsdómi sýknað af kröfum sveitarfélagsins. Því hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Hins vegar lítur það ekki vel út fyrir sveitarfélagið, þar sem dómurinn segir að lög heimili ekki álagningu aflagjalds á eldisfiski. Sé það svo verður aflagjaldið að byggjast á samningum milli sveitarfélagsins og eldisfyrirtækisins. Annars staðar á landinu eru ekki neinar deilur um hafnagjöldin milli fyrirtækjanna og sveitarfélaga. Í Bolungavik var opnað laxasláturhús í fyrra og þar er skriflegur samningur milli kaupstaðarins og eldisfyrirtækjanna. Niðurstaðan málsins fyrir dómstólum mun því ekki hafa nein áhrif á tekjur Bolungavíkurhafnar. Það sama mun vera upp á teningunum á Austfjörðum. Engar deilur eru þar milli laxeldisfyrirtækisins og sveitarfélaganna. Engin skuldsetning – eigið fé jókst um hálfan milljarð kr. Jón Kaldal,talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, er samt ekki af baki dottinn og segir í svargrein sinniá visir.is: „Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins“ Honum er mikið í mun að kasta rýrð á laxeldisfyrirtækin og draga upp þá mynd að þau fari illa með sveitarfélögin fjárhagslega. Það er liður í áróðurherferðinni gegn laxeldinu. Af þessu tilefni tók ég saman upplýsingar um hafnaframkvæmdir og rekstur í Vesturbyggð síðustu 10 árin. Reksturinn hefur gengið afar vel, einkum síðustu árin eftir að laxeldið á Vestfjörðum komst vel af stað. Rekstrarniðurstaðan varð jákvæð í 9 ár af síðustu 10 árum. Árin 2021 og 2022 varð afgangurinn nærri helmingur af tekjunum. Í fyrra lækkaði afgangurinn um liðlega 100 m.kr. einkum vegna hækkandi rekstrarkostnað. Um 50% hækkun útgjalda milli ára vekur athygli, en engar skýringar eru gefnar á því. Efnahagurinn hefur ekki síður blómgast á þessum tíu árum. Eigið fé hafnasjóðs jókst úr 26 m.kr. í lok árs 2014 í 571 m.kr. í lok árs 2023. Það hefur 22 faldast á tímabilinu. Heildarskuldirnar voru 225 m.kr. fyrir 10 árum en nú 233 m.kr. Það er töluverð raunverðslækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Fullyrðing Jóns Kaldals þess efnis að sveitarfélagið hafi skuldsett sig verulega til þess að bæta hafnaaðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins eru staðlausir stafir. Handbært fé frá rekstri 325 m.kr. umfram kostnað Heildarframkvæmdir Vesturbyggðar við hafnaframkvæmdir í höfnunum fjórum í sveitarfélaginu síðustu 10 árin eru samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins 984 m.kr. Þá eru það allar framkvæmdir, en ekki bara þær sem eru vegna laxeldisins. Þar af var hlutur ríkisins 507 m.kr. og sveitarfélagið greiddi 487 m.kr. Þetta kemur fram í töflu II og þar er einnig handbært fé frá rekstri hvers árs. Eins og sjá má var það verulega hærra en hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði hvers árs eða samtals 812 m.kr. Handbært fé var því 325 m.kr. umfram það sem þurfti til að standa undir öllum útgjöldum hafnanna.Enda lækka skuldir hafnasjóðs að raungildi þrátt fyrir nærri milljarð króna í framkvæmdir. Tekjur af laxeldi eru uppistaðan Þegar skoðaður er hlutur laxeldisins í tekjum hafnasjóðs kemur í ljós að þær eru uppistaðan í þessari góðu afkomu, þar af er aflagjaldið langstærsti tekjuliðurinn. Árið 2022 var t.d. aflagjald af eldisfiski 195,3 m.kr.sem var 54% af öllum tekjum. Aflagjöld af öðrum fiski var 37,4 m.kr. þannig að eldisfiskurinn gaf 84% af öllum aflagjöldum þess árs. Laxeldisfyrirtækin greiða svo önnur hafnagjöld eins og aðrir notendur hafnanna en heildargreiðslur þeirra eru ekki birtar. En víst er að án laxeldisins hefði ekkert orðið eftir af 168m.kr. rekstrarafgangi hafnasjóðs það árið. 209 m.kr. í fiskeldisgjald Til viðbótar má geta þess að Vesturbyggð hefur fengið á fjórum árum samtals 209 m.kr. styrki úr Fiskeldissjóði í ýmsar þarfar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þeir peningar koma frá laxeldisfyrirtækjunum sem greiða fiskeldisgjald í ríkissjóð. Þriðjungi þess er ráðstafað til sveitarfélaga þar sem laxeldið er stundað. Dómurinn: lítil áhrif á fjárhag Jón Kaldal vísar í ummæli fyrrvarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar sem segir um dóm Héraðsdóms Vestfjarða: „En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar“ Þessi staðhæfing er mjög vafasöm. En fyrst ef sveitarfélagið vinnur málið þá munu tekjurnar hækka þar sem fyrirtækið sem ekki hefur greitt skv. gjaldskrárhækkuninni mun þá þurfa að greiða hana. Hvað hún er mikil liggur ekki fyrir. Ég myndi giska á a.m.k. 20% og tekjuaukinn gæri þá verið 7-8%. Það munar um þá fjárhæð en veldur engum straumhvörfum. En að sama skapi ef málið tapast þarf hafnasjóður að endurgreiða því fyrirtæki sem hefur greitt hækkunina með fyrirvara um lögmæti. Það gæti gróft metið verið svipuð fjárhæð. Engu að síður fjárhæð sem munar um, en fjarri öllu lagi að halda því fram að tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verði engar.Eftir sem áður verða tekjurnar miklar. Það er meira áhyggjuefni fyrir bæjarstjórann fyrrverandi hvernig stendur á um 70 m.kr. hækkun útgjalda til reksturs hafnasjóðanna á síðasta ári sem er 50% hækkun. Þjónusta en ekki skattheimta Hafa verður í huga að gjaldtaka hafnasjóða er til að standa undir þjónustu en er lögum samkvæmt ekki bein skattheimta eins og t.d. útsvar og fasteignaskattur. Það þýðir að hafnagjöldin eiga að borga kostnað við rekstur og framkvæmdir hafnanna. Laxeldið á eðlilega að greiða þann kostnað sem af starfseminni hlýst. Að sama skapi á eldið ekki að greiða umfram þann kostnað. Sem dæmi má nefna að næstu 4 árin er gert ráð fyrir um 100 m.kr. árlega í hafnaframkvæmdir. Miðað við greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru það fyrst og fremst framkvæmdir vegna aðstöðu smábáta, en Patrekshöfn er stærsta höfn landsins þegar kemur að strandveiðum.Lítið er að finna sem rekja má til laxeldisins. Sú staða að hafnasjóður er um langt árabil rekinn með tekjum langt umfram það sem þarf getur skapað kröfu frá notendum hafnanna um lækkun gjalda. Laxeldið borgar vel Niðurstaðan er skýr. Laxeldið hefur síðustu 10 árin skilað miklum tekjum til hafnasjóðs Vesturbyggðar og örugglega mun meiri tekjum en nemur þeim útgjöldum sem höfnin hefur orðið fyrir vegna eldisins. Það er ósanngjarnt og ósatt af Jóni Kaldal að reyna að sverta laxeldisfyrirtækin vegna samskipta þeirra við sveitarfélögin, en hann mun líklega halda áfram að reyna. Það verður okkar hvimleiði þakleki svo vitnað sé í biblínua. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Jón Kaldal hefur dregið til baka þá röngu fullyrðingu sína að laxeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélögin vegna hafnagjalda. Það eru engin dæmi um slíkt. Þessu er öfugt farið. Tvisvar hafa sveitarfélög höfðað mál á hendur laxeldisfyrirækjunum vegna hafnagjalda. Öðru málinu var vísað frá dómi enda tilhæfulaust. Því var ekki áfrýjað. Í hinu málinu var gjaldskrá eldisfyrirtækja hækkuð töluvert og fyrirtækin mótmælti henni. Annað fyrirtækið greiddi ekki hækkunina og hitt greiddi með fyrirvara um lögmæti breytingarinnar. Sveitarfélagið Vesturbyggð höfðaði mál fyrir dómstólum og krafðist þess að fá hækkunina greidda. laxeldisfyrirtækið var í héraðsdómi sýknað af kröfum sveitarfélagsins. Því hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Hins vegar lítur það ekki vel út fyrir sveitarfélagið, þar sem dómurinn segir að lög heimili ekki álagningu aflagjalds á eldisfiski. Sé það svo verður aflagjaldið að byggjast á samningum milli sveitarfélagsins og eldisfyrirtækisins. Annars staðar á landinu eru ekki neinar deilur um hafnagjöldin milli fyrirtækjanna og sveitarfélaga. Í Bolungavik var opnað laxasláturhús í fyrra og þar er skriflegur samningur milli kaupstaðarins og eldisfyrirtækjanna. Niðurstaðan málsins fyrir dómstólum mun því ekki hafa nein áhrif á tekjur Bolungavíkurhafnar. Það sama mun vera upp á teningunum á Austfjörðum. Engar deilur eru þar milli laxeldisfyrirtækisins og sveitarfélaganna. Engin skuldsetning – eigið fé jókst um hálfan milljarð kr. Jón Kaldal,talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, er samt ekki af baki dottinn og segir í svargrein sinniá visir.is: „Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins“ Honum er mikið í mun að kasta rýrð á laxeldisfyrirtækin og draga upp þá mynd að þau fari illa með sveitarfélögin fjárhagslega. Það er liður í áróðurherferðinni gegn laxeldinu. Af þessu tilefni tók ég saman upplýsingar um hafnaframkvæmdir og rekstur í Vesturbyggð síðustu 10 árin. Reksturinn hefur gengið afar vel, einkum síðustu árin eftir að laxeldið á Vestfjörðum komst vel af stað. Rekstrarniðurstaðan varð jákvæð í 9 ár af síðustu 10 árum. Árin 2021 og 2022 varð afgangurinn nærri helmingur af tekjunum. Í fyrra lækkaði afgangurinn um liðlega 100 m.kr. einkum vegna hækkandi rekstrarkostnað. Um 50% hækkun útgjalda milli ára vekur athygli, en engar skýringar eru gefnar á því. Efnahagurinn hefur ekki síður blómgast á þessum tíu árum. Eigið fé hafnasjóðs jókst úr 26 m.kr. í lok árs 2014 í 571 m.kr. í lok árs 2023. Það hefur 22 faldast á tímabilinu. Heildarskuldirnar voru 225 m.kr. fyrir 10 árum en nú 233 m.kr. Það er töluverð raunverðslækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Fullyrðing Jóns Kaldals þess efnis að sveitarfélagið hafi skuldsett sig verulega til þess að bæta hafnaaðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins eru staðlausir stafir. Handbært fé frá rekstri 325 m.kr. umfram kostnað Heildarframkvæmdir Vesturbyggðar við hafnaframkvæmdir í höfnunum fjórum í sveitarfélaginu síðustu 10 árin eru samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins 984 m.kr. Þá eru það allar framkvæmdir, en ekki bara þær sem eru vegna laxeldisins. Þar af var hlutur ríkisins 507 m.kr. og sveitarfélagið greiddi 487 m.kr. Þetta kemur fram í töflu II og þar er einnig handbært fé frá rekstri hvers árs. Eins og sjá má var það verulega hærra en hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdakostnaði hvers árs eða samtals 812 m.kr. Handbært fé var því 325 m.kr. umfram það sem þurfti til að standa undir öllum útgjöldum hafnanna.Enda lækka skuldir hafnasjóðs að raungildi þrátt fyrir nærri milljarð króna í framkvæmdir. Tekjur af laxeldi eru uppistaðan Þegar skoðaður er hlutur laxeldisins í tekjum hafnasjóðs kemur í ljós að þær eru uppistaðan í þessari góðu afkomu, þar af er aflagjaldið langstærsti tekjuliðurinn. Árið 2022 var t.d. aflagjald af eldisfiski 195,3 m.kr.sem var 54% af öllum tekjum. Aflagjöld af öðrum fiski var 37,4 m.kr. þannig að eldisfiskurinn gaf 84% af öllum aflagjöldum þess árs. Laxeldisfyrirtækin greiða svo önnur hafnagjöld eins og aðrir notendur hafnanna en heildargreiðslur þeirra eru ekki birtar. En víst er að án laxeldisins hefði ekkert orðið eftir af 168m.kr. rekstrarafgangi hafnasjóðs það árið. 209 m.kr. í fiskeldisgjald Til viðbótar má geta þess að Vesturbyggð hefur fengið á fjórum árum samtals 209 m.kr. styrki úr Fiskeldissjóði í ýmsar þarfar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þeir peningar koma frá laxeldisfyrirtækjunum sem greiða fiskeldisgjald í ríkissjóð. Þriðjungi þess er ráðstafað til sveitarfélaga þar sem laxeldið er stundað. Dómurinn: lítil áhrif á fjárhag Jón Kaldal vísar í ummæli fyrrvarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar sem segir um dóm Héraðsdóms Vestfjarða: „En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar“ Þessi staðhæfing er mjög vafasöm. En fyrst ef sveitarfélagið vinnur málið þá munu tekjurnar hækka þar sem fyrirtækið sem ekki hefur greitt skv. gjaldskrárhækkuninni mun þá þurfa að greiða hana. Hvað hún er mikil liggur ekki fyrir. Ég myndi giska á a.m.k. 20% og tekjuaukinn gæri þá verið 7-8%. Það munar um þá fjárhæð en veldur engum straumhvörfum. En að sama skapi ef málið tapast þarf hafnasjóður að endurgreiða því fyrirtæki sem hefur greitt hækkunina með fyrirvara um lögmæti. Það gæti gróft metið verið svipuð fjárhæð. Engu að síður fjárhæð sem munar um, en fjarri öllu lagi að halda því fram að tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verði engar.Eftir sem áður verða tekjurnar miklar. Það er meira áhyggjuefni fyrir bæjarstjórann fyrrverandi hvernig stendur á um 70 m.kr. hækkun útgjalda til reksturs hafnasjóðanna á síðasta ári sem er 50% hækkun. Þjónusta en ekki skattheimta Hafa verður í huga að gjaldtaka hafnasjóða er til að standa undir þjónustu en er lögum samkvæmt ekki bein skattheimta eins og t.d. útsvar og fasteignaskattur. Það þýðir að hafnagjöldin eiga að borga kostnað við rekstur og framkvæmdir hafnanna. Laxeldið á eðlilega að greiða þann kostnað sem af starfseminni hlýst. Að sama skapi á eldið ekki að greiða umfram þann kostnað. Sem dæmi má nefna að næstu 4 árin er gert ráð fyrir um 100 m.kr. árlega í hafnaframkvæmdir. Miðað við greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru það fyrst og fremst framkvæmdir vegna aðstöðu smábáta, en Patrekshöfn er stærsta höfn landsins þegar kemur að strandveiðum.Lítið er að finna sem rekja má til laxeldisins. Sú staða að hafnasjóður er um langt árabil rekinn með tekjum langt umfram það sem þarf getur skapað kröfu frá notendum hafnanna um lækkun gjalda. Laxeldið borgar vel Niðurstaðan er skýr. Laxeldið hefur síðustu 10 árin skilað miklum tekjum til hafnasjóðs Vesturbyggðar og örugglega mun meiri tekjum en nemur þeim útgjöldum sem höfnin hefur orðið fyrir vegna eldisins. Það er ósanngjarnt og ósatt af Jóni Kaldal að reyna að sverta laxeldisfyrirtækin vegna samskipta þeirra við sveitarfélögin, en hann mun líklega halda áfram að reyna. Það verður okkar hvimleiði þakleki svo vitnað sé í biblínua. Höfundur er ritstjóri.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun