Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 8. júní 2024 08:01 Næringarfræðin og samfélagsmiðlar Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. Næringarupplýsingar eru áberandi á samfélagsmiðlum og virðist hver sem er sjá sig knúinn til að deila þekkingu sinni á efninu, burt séð frá menntun eða vísindalæsi. Það veldur því að gríðarlega mikið af röngum upplýsingum eru um næringu á samfélagsmiðlum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem tók saman áreiðanleika upplýsinga um næringu á netinu sýndi fram á að yfirgnæfandi meirihluti upplýsinga um næringu á samfélagsmiðlum voru af lélegum/lágum gæðum en efni frá sérfræðingum þótti hinsvegar gæðamikið. Það gleymist líka gjarnan að fjöldi matvæla- og fæðubótafyrirtækja nýta sér vettvanginn til markaðssetningar. Margar slíkar auglýsingar líta því oft út eins og fræðsluefni en eru það í raun alls ekki heldur er verið að reyna að selja ákveðnar vörur. Það skal tekið fram að næringarfræðingar mega til að mynda ekki vera kostaðir af neinu til þess að halda trúverðugleika. Að borða reglulega og neyta næringarríkrar fæðu getur öllu jafna haft fjölþætt og jákvæð áhrif á heilsu okkar til skemmri og lengri tíma. Þetta er vanmetið og öflugt tól til að efla heilsuna og auka lífsgæði okkar á efri árum sem og að minnka líkur á ákveðnum sjúkdómum. Mjög mikilvægt er því að geta greint á milli réttra og rangra heilsufarsupplýsinga til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um eigin heilsu. Þeir sem dreifa röngum upplýsingum um næringu Algengt er að einstaklingar sem eru háværir að tala um næringu á ýktan hátt á samfélagsmiðlum séu haldnir svo kölluðum Dunning Kruger áhrifum. Dunning Kruger áhrif er þegar einstaklingar fara að ofmeta þekkingu sína á ákveðnu efni þegar að raunin er sú að vitneskja þeirra um efnið er lítil. Af völdum þessa áhrifa hefur margt sjálfsöryggt en ófaglært fólk, oft áhrifavaldar, ekki næga þekkingu um efnið til að átta sig á að þeirra þekking sé takmörkuð. Oft einblínir þetta fólk líka á ranga hluti sem má líkja við að horfa á eitt púsl í stað þess að horfa á allt púsluspilið og stundum er púslið ekki einu sinni úr réttu púsluspili. Því grynnri þekkingu sem við höfum á einhverju viðfangsefni og jafnvel sérstakan áhuga á litlu atriði þar innan því líklegri erum við til að ofmeta vægi þess. Þessir aðilar nota gjarnan „cherry picking“ rannsókna sem stafar af staðfestingarhlutdrægni, það er að segja að einstaklingar finna rannsókn/ir sem styðja fullyrðingu sína á meðan þeir hafna meðvitað eða ómeðvitað rannsóknum sem að sýna fram á hið gagnstæða þó að þær geti verið töluvert fleiri. Þannig halda þeir áfram að viðhalda því sem þeir vilja trúa með því að einblína á örfáar rannsóknir og hunsa heildarmynd vísindarannsókna um efnið sem segir allt annað. Ef þú segir eitthvað nógu hátt og af nógu miklu sjálfstrausti mun fólk hlusta. Óháð hvaða upplýsingunum þú ert að deila, sem gætu verið algjört bull. Þessir aðilar nota oft stór og mikil orð og segja skoðun sína af mikilli ástríðu og jafnvel á árásagjarnan hátt með hræðsluáróðri á samfélagsmiðlum. Aftur á móti eru sérfræðingar gjarnan hlédrægari og forðast að fullyrða of mikið vegna þess hve meðvitaðir þeir eru um það sem þeir vita ekki. Þetta þýðir að við erum oft skilin eftir með háværustu raddirnar en ekki nákvæmar og réttar upplýsingarnar. Er þetta samt ekki flest allt rétt bara? Önnur nýleg rannsókn sýndi fram á að svokölluð „bergmálshólf“ (e. echo chambers) eigi auðvelt með að myndast á samfélagsmiðlum. Þessi bergmálshólf valda því að einstaklingur verður meira útsettur fyrir ákveðnum upplýsingum sem styður og styrkir fyrri sjónarmið og hugmyndir. Því myndast umhverfi þar sem aðeins upplýsingar og skoðanir endurspeglast sem styrkja eigin hugmyndir, burt séð hvort þær séu réttar eða ekki. Niðurstöður þessarra og annarra rannsókna segja okkur að eitthvað þarf að gera. Miðað við núverandi þróun þykir ástæða til að hafa áhyggjur, þá sérstaklega þegar kemur að heilsu okkar. Versnandi heilsu þjóðar kostar heilbrigðiskerfið enn meiri pening. Áhrifaríkar forvarnir gætu því bæði sparað okkur heilsubresti og pening til lengri tíma litið. Hvað get ég gert? Fólk á öllum aldri er berskjaldað fyrir röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum, sér í lagi næringu. Margir leita til samfélagsmiðla til að skoða hugsunarlaust, enda margt skemmtilegt að finna þar og jafnvel ágæt leið til að ‘slökkva aðeins á sér’. En við verðum því berskjaldaðri fyrir vikið. Það er því mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð og kveikja á gagnrýnni hugsun þegar upplýsingar um næringu bera að garði. Nokkrir hlutir sem þú getur gert: • Treystu eigin innsæi. Það er mjög líklegt að þú vitir ýmislegt nú þegar um næringarríkt mataræði og að það sé ansi margt sem þú ert að gera vel. Þú og þinn líkami þekkið/finnið best hvaða matur styður við þarfir og eykur vellíðan. Upplýsingar sem hljóma eins og þú þurfir að umbreyta öllu í mataræðinu þínu eru ólíklegar til að hjálpa. • Taktu til á samfélagsmiðlunum þínum. Vertu viss um þeir sem þú fylgir hafi þekkingu til að deila áreiðanlegum upplýsingum. Rauð flögg eru t.d. hræðsluáróður, matvæli ítrekað djöflavædd og því haldið fram að eitt matvæli geti alfarið valdið slæmri heilsu. • Taktu því sem þú sérð um næringu á samfélagsmiðlum með fyrirvara nema að það komi frá öruggri heimild, næringarfræðingi, Embætti Landlæknis eða sérfræðingum. • Hafðu í huga hvað er á bakvið upplýsingarnar, er möguleiki að manneskjan sé að reyna að selja þér eitthvað? • Forðastu aðila sem eru með ýktar staðhæfingar og hræðsluáróður, reyna að fá þig til að vantreysta sérfræðingum og eru með svarthvítan hugsunarhátt. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næringu byggt á vísindalegum heimildum á instagram aðgangnum @naeringogjafnvaegi Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Næringarfræðin og samfélagsmiðlar Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. Næringarupplýsingar eru áberandi á samfélagsmiðlum og virðist hver sem er sjá sig knúinn til að deila þekkingu sinni á efninu, burt séð frá menntun eða vísindalæsi. Það veldur því að gríðarlega mikið af röngum upplýsingum eru um næringu á samfélagsmiðlum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem tók saman áreiðanleika upplýsinga um næringu á netinu sýndi fram á að yfirgnæfandi meirihluti upplýsinga um næringu á samfélagsmiðlum voru af lélegum/lágum gæðum en efni frá sérfræðingum þótti hinsvegar gæðamikið. Það gleymist líka gjarnan að fjöldi matvæla- og fæðubótafyrirtækja nýta sér vettvanginn til markaðssetningar. Margar slíkar auglýsingar líta því oft út eins og fræðsluefni en eru það í raun alls ekki heldur er verið að reyna að selja ákveðnar vörur. Það skal tekið fram að næringarfræðingar mega til að mynda ekki vera kostaðir af neinu til þess að halda trúverðugleika. Að borða reglulega og neyta næringarríkrar fæðu getur öllu jafna haft fjölþætt og jákvæð áhrif á heilsu okkar til skemmri og lengri tíma. Þetta er vanmetið og öflugt tól til að efla heilsuna og auka lífsgæði okkar á efri árum sem og að minnka líkur á ákveðnum sjúkdómum. Mjög mikilvægt er því að geta greint á milli réttra og rangra heilsufarsupplýsinga til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um eigin heilsu. Þeir sem dreifa röngum upplýsingum um næringu Algengt er að einstaklingar sem eru háværir að tala um næringu á ýktan hátt á samfélagsmiðlum séu haldnir svo kölluðum Dunning Kruger áhrifum. Dunning Kruger áhrif er þegar einstaklingar fara að ofmeta þekkingu sína á ákveðnu efni þegar að raunin er sú að vitneskja þeirra um efnið er lítil. Af völdum þessa áhrifa hefur margt sjálfsöryggt en ófaglært fólk, oft áhrifavaldar, ekki næga þekkingu um efnið til að átta sig á að þeirra þekking sé takmörkuð. Oft einblínir þetta fólk líka á ranga hluti sem má líkja við að horfa á eitt púsl í stað þess að horfa á allt púsluspilið og stundum er púslið ekki einu sinni úr réttu púsluspili. Því grynnri þekkingu sem við höfum á einhverju viðfangsefni og jafnvel sérstakan áhuga á litlu atriði þar innan því líklegri erum við til að ofmeta vægi þess. Þessir aðilar nota gjarnan „cherry picking“ rannsókna sem stafar af staðfestingarhlutdrægni, það er að segja að einstaklingar finna rannsókn/ir sem styðja fullyrðingu sína á meðan þeir hafna meðvitað eða ómeðvitað rannsóknum sem að sýna fram á hið gagnstæða þó að þær geti verið töluvert fleiri. Þannig halda þeir áfram að viðhalda því sem þeir vilja trúa með því að einblína á örfáar rannsóknir og hunsa heildarmynd vísindarannsókna um efnið sem segir allt annað. Ef þú segir eitthvað nógu hátt og af nógu miklu sjálfstrausti mun fólk hlusta. Óháð hvaða upplýsingunum þú ert að deila, sem gætu verið algjört bull. Þessir aðilar nota oft stór og mikil orð og segja skoðun sína af mikilli ástríðu og jafnvel á árásagjarnan hátt með hræðsluáróðri á samfélagsmiðlum. Aftur á móti eru sérfræðingar gjarnan hlédrægari og forðast að fullyrða of mikið vegna þess hve meðvitaðir þeir eru um það sem þeir vita ekki. Þetta þýðir að við erum oft skilin eftir með háværustu raddirnar en ekki nákvæmar og réttar upplýsingarnar. Er þetta samt ekki flest allt rétt bara? Önnur nýleg rannsókn sýndi fram á að svokölluð „bergmálshólf“ (e. echo chambers) eigi auðvelt með að myndast á samfélagsmiðlum. Þessi bergmálshólf valda því að einstaklingur verður meira útsettur fyrir ákveðnum upplýsingum sem styður og styrkir fyrri sjónarmið og hugmyndir. Því myndast umhverfi þar sem aðeins upplýsingar og skoðanir endurspeglast sem styrkja eigin hugmyndir, burt séð hvort þær séu réttar eða ekki. Niðurstöður þessarra og annarra rannsókna segja okkur að eitthvað þarf að gera. Miðað við núverandi þróun þykir ástæða til að hafa áhyggjur, þá sérstaklega þegar kemur að heilsu okkar. Versnandi heilsu þjóðar kostar heilbrigðiskerfið enn meiri pening. Áhrifaríkar forvarnir gætu því bæði sparað okkur heilsubresti og pening til lengri tíma litið. Hvað get ég gert? Fólk á öllum aldri er berskjaldað fyrir röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum, sér í lagi næringu. Margir leita til samfélagsmiðla til að skoða hugsunarlaust, enda margt skemmtilegt að finna þar og jafnvel ágæt leið til að ‘slökkva aðeins á sér’. En við verðum því berskjaldaðri fyrir vikið. Það er því mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð og kveikja á gagnrýnni hugsun þegar upplýsingar um næringu bera að garði. Nokkrir hlutir sem þú getur gert: • Treystu eigin innsæi. Það er mjög líklegt að þú vitir ýmislegt nú þegar um næringarríkt mataræði og að það sé ansi margt sem þú ert að gera vel. Þú og þinn líkami þekkið/finnið best hvaða matur styður við þarfir og eykur vellíðan. Upplýsingar sem hljóma eins og þú þurfir að umbreyta öllu í mataræðinu þínu eru ólíklegar til að hjálpa. • Taktu til á samfélagsmiðlunum þínum. Vertu viss um þeir sem þú fylgir hafi þekkingu til að deila áreiðanlegum upplýsingum. Rauð flögg eru t.d. hræðsluáróður, matvæli ítrekað djöflavædd og því haldið fram að eitt matvæli geti alfarið valdið slæmri heilsu. • Taktu því sem þú sérð um næringu á samfélagsmiðlum með fyrirvara nema að það komi frá öruggri heimild, næringarfræðingi, Embætti Landlæknis eða sérfræðingum. • Hafðu í huga hvað er á bakvið upplýsingarnar, er möguleiki að manneskjan sé að reyna að selja þér eitthvað? • Forðastu aðila sem eru með ýktar staðhæfingar og hræðsluáróður, reyna að fá þig til að vantreysta sérfræðingum og eru með svarthvítan hugsunarhátt. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næringu byggt á vísindalegum heimildum á instagram aðgangnum @naeringogjafnvaegi Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun