Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2024 14:06 Birgir Þórarinsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í fyrirspurn Birgirs spyr hann sérstaklega út í þær rannsóknir og niðurstöður sem liggja fyrir um bótasvik þar sem „einstaklingar eru metnir öryrkjar án þess að gildar ástæður liggi þar að baki“. Velferðarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hagsmunasamtök öryrkja og fatlaðs fólks hafa fagnað sumum af þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu en gagnrýnt aðrar harðlega. Veltir fjölgun öryrkja fyrir sér Birgir beinir nú sjónum að orörkumatinu og hvernig staðið sé að eftirliti með því að matið sé reist á raunhæfum forsendum þeirra sem í hlut eiga. Birgir veltir sömuleiðis fyrir sér fjölgun öryrkja og spyr ráðherra hvaða ástæður liggi að baki eins örri fjölgun örorkulíferyrisþega undanfarin ár. Frá aldamótum hefur fjöldi öryrkja ríflega tvöfaldast. Þegar frá því var greint árið 2019 taldi formaður velferðarnefndar Alþingis streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og sagði ljóst að stytta þyrfti vinnuvikuna. Birgir er ekki sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokksins sem veltir fyrir sér hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. Brynjar Níelsson sagði til að mynda í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar fyrir fjórum árum að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. Gert er ráð fyrir að fyrrgreint örorkufrumvarp verði til umræðu í þingsal í næstu viku. Nokkur umræða hefur skapast í kringum frumvarpið og hefur Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar boðið öryrkjum til samráðsfundar um breytingarnar í hátíðarsal Smiðju á þriðjudag. Í frumvarpinu er meðal annars lögð til sameining á greiðsluflokkum og einföldun á skerðingarreglum, en jafnframt er innleitt starfsgetumat sem er ætlað að taka mið af félagslegum og heilsufarslegum þáttum.
Félagsmál Alþingi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira