Vandamálið við fætur, þeir eru í laginu eins og fætur Eirberg 11. júní 2024 08:31 Fótlaga hlaupa- og utanvegaskórnir frá Altra og Vivobarefoot hafa notið mikilla vinsælda hér á landi eins og víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Eirberg sinnir sölu og dreifingu fyrir Altra og Vivobarefoot hér á landi en skórnir eru seldir í verslunum Eirbergs í Kringlunni og á Stórhöfða og í vefversluninni eirberg.is. Fótlaga hlaupa- og utanvegaskórnir frá Altra og Vivobarefoot hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi. Altra skórnir eru vandaðir hlaupaskór, gönguskór og utanvegaskór með góðri dempun og stuðningi en með breitt tábox ólíkt flestum hlaupaskóm á markaði í dag enda hafa Altra skór notið mikillar vinsælda í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin ár. Vivobarefoot berfætluskórnir fara svo enn lengra í sinni hugsjón og eru einnig fótlaga en með örþunnum botni svo að líkaminn sé nær jörðinni, skynji undirlagið betur og hvetji líkamann til að beita sér rétt í hverju skrefi. Altra og Vivobarefoot skórnir eru náttúrulega hannaðir í kringum fótinn með nóg pláss fyrir tær til að auka grip, jafnvægi og bæta niðurstig. Skórnir hjálpa því við að virkja vöðva í fótunum á náttúrulegan máta. Eirberg sinnir sölu og dreifingu fyrir Altra og Vivobarefoot hér á landi en skórnir eru seldir í verslunum Eirbergs í Kringlunni og á Stórhöfða og í vefversluninni eirberg.is. „Frá því við hófum sölu á Altra skóm árið 2022 hafa viðtökurnar verið vonum framar,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. „Skórnir eru í laginu eins og fætur til að gefa tánum pláss til að hreyfa sig náttúrulega og bæta þannig jafnvægi og líkamsstöðu í hreyfingu og hlaupum. Auk þess hafa Altra skórnir einnig þá sérstöðu á markaði að vera með litla eða enga lækkun frá hæl fram í tær til að líkja sem best eftir náttúrulegri hreyfingu fótanna.“ „Frá því við hófum sölu á Altra skóm árið 2022 hafa viðtökurnar verið vonum framar,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Utanvegaskórnir frá Altra, og þá sér í lagi Altra Olympus, hafa verið sérstaklega vinsælir í utanvegahlaupum hér á landi. „Góð dempun, Vibram Megagrip sóli og fótlaga snið hafa reynst fremstu hlaupurum landsins einkar vel.“ Vivobarefoot eru einstakir skór með einstaka nálgun segir Kristinn. „Þetta eru mínimalískir skór þar sem öll dempun og stuðningur er í lágmarki til að líkja betur eftir náttúrlegri vöðvastarfsemi fótanna í staðinn fyrir að setja þá í fyrir fram mótað snið. Hugsunin er að virkja alla þessa vöðva og sinar til að líkaminn sé að beita sér rétt.“ Hann segir marga hlaupara nota bæði Altra og Vivobarefoot skó til skiptis. „Flestir taka þá lengri hlaupin í Altra skónum og styttri hlaup og æfingar í Vivobarefoot til að ögra líkamanum og virkja vöðva sem annars myndu liggja í dvala.“ Vivobarefoot kynnti nýlega Motus Strength skónna en þeir eru einmitt hannaðir fyrir fólk sem stundar Crossfit, líkamsrækt og kraftlyftingar. Kynnumst hér nokkrum einstaklingum sem hafa notað skó frá Altra og Vivobarefoot með góðum árangri. Eins og að hlaupa á skýjahnoðrum „Altra eru svo þægilegir að þig langar að sofa í þeim," segir Ragnhildur Þórðardóttir, best þekkt sem Ragga Nagli. Mynd/Helgi Ómarsson. Heilsusálfræðingurinn, einkaþjálfarinn og hlauparinn Ragnhildur Þórðardóttir, best þekkt sem Ragga Nagli, keypti sína fyrstu Vivobarefoot í Covid sumarið 2020 í Kaupmannahöfn og elskaði þá frá fyrstu mínútu. „Ég hafði séð þá á Instagram hjá nokkrum Crossfitturum sem mærðu þá í hástert, og þeir stóðu sannarlega undir því. Upp frá því fór ég í samstarf við Eirberg sem hóf innflutning á Vivo fljótlega eftir að ég byrjaði að nota þá. Öðlingarnir þar kynntu mig svo fyrir Altra hlaupaskónum fyrir tveimur árum og ég hef notað þá núna samviskusamlega í hlaup og spretti. Altra eru svo þægilegir að þig langar að sofa í þeim. Ég hef notað ótal merki af hlaupaskóm, en get með sanni sagt að hlaupa í Altra er eins og að hlaupa á skýjahnoðrum.“ Hún segir Vivo vera breiða, þunnbotna og sveigjanlega sem gera kleift að hreyfa fótinn á mun náttúrulegri hátt. „Um leið eru margir aðrir skór níðþröngir og grjótharðir sem eru oft eins og gifsi utan um fæturna þar sem allir vöðvar eru sofandi. Bakið og hnéð eru betri þegar ég nota Vivo.“ Altra eru með svokallað „no-drop“ og stuðning undir alla ilina sem hentar tábergssigi hennar mjög vel. „Þeir hafa einnig breitt tásuhólf svo tærnar eru ekki í kremju og kemur í veg fyrir líkþorn og svoleiðis vesen.“ Upplifir ekki lengur þreytu og verki Sigmundur Grétar Hermannsson byrjaði að nota Vivobarefoot skóna vorið 2022 í bæði leik og starfi. Sigmundur Grétar Hermannsson, þekktur sem Simmi smiður, sem starfar bæði sem varðstjóri hjá lögreglunni og húsasmiður, byrjaði að nota Vivobarefoot skóna vorið 2022 í bæði leik og starfi. „Ég þurfti að byrja rólega, nota þá hálfan daginn því þetta er mikil breyting til að byrja með því maður fer að nota vöðva sem hafa legið í dvala.“ Hann segir helstu kosti Vivobarefoot vera þá að hann upplifi ekki þessa miklu þreytu og verki sem fylgdu því að vera í þröngum og „styrktum“ skóm. „Þegar ég keypti mér gönguskó eða leðurskó áður en ég sá Vivobarefoot ljósið, þá þurfti ég að láta víkka nýja skó hjá skósmið því ég er með náttúrulega breiðan fót. Fóturinn á mér hefur breikkað á síðustu tveimur árum og því kemst ég ekki lengur í gömlu skóna mína og ég hef líka þurft að endurnýja Vivobarefoot skó sem urðu of litlir.“ Hann segist svo sannarlega geta mælt með Vivobarefoot. „Fólk þarf samt að gera ráð fyrir því að stækka um ca. eitt númer. Ég þurfti að endurnýja fyrstu pörin sem ég keypti og get ekki lengur notað spariskó, gönguskó og gömlu hlaupaskóna mína. Það verður því að passa að kaupa ekki skó sem smellpassa heldur kaupa hálfu til einu númeri stærra en maður er vanur.“ Fær að eiga táneglurnar í friði „Ég er svo hrifin af Olympus að ég hef varla hlaupið í öðrum skóm síðan. Nýlega prófaði ég reyndar Altra Mont Blanc carbon og nú eru þeir eiginlega orðnir nýju uppáhalds skórnir mínir,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir, betur þekkt sem Sprengju Kata. Mynd/Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson. Katrín Lilja Sigurðardóttir, best þekkt sem Sprengju Kata, er þjálfari og leiðtogi hjá Náttúruhlaupum. Hún hleypur alltaf í Altra skóm en notar Vivobarefoot fyrir flest önnur tilefni. Hún segir bæði æfingar og hlaupakeppnir í utanvegahlaupum vera oft ansi langar. „Það sem plagaði mig mest í löngum hlaupum var hvað ég er viðkvæm í tánöglunum og engir skór virtust henta utan um tærnar mínar. Ég prufaði mjög margar skótegundir en yfirleitt fór það svo að ég missti táneglur eftir langar æfingar og keppnir.“ Haustið 2022 prófaði hún Altra Olympus 5 sem leystu alfarið þetta vandamál. „Skórnir passa akkúrat á fótinn minn og leyfa mér að eiga mínar táneglur í friði. Ég er svo hrifin af Olympus að ég hef varla hlaupið í öðrum skóm síðan. Nýlega prófaði ég reyndar Altra Mont Blanc carbon og nú eru þeir eiginlega orðnir nýju uppáhalds skórnir mínir.“ Hún eignaðist fyrstu Vivobarefoot skóna árið 2012. „Seinustu tvö árin hef ég nær eingöngu notað Vivobarefoot þegar ég er ekki að hlaupa - og get eiginlega ekki hugsað mér að ganga í öðru. Ég nota Vivobarefoot við nær öll tilefni; hversdags, í vinnu, í ræktina og meira að segja „spari“, enda finnst mér þeir svo æðislega flottir.“ Skór eiga að vera þægilegir „Ég get tvímælalaust mælt með Altra skóm," segir Þorleifur Þorleifsson langhlaupari. Þorleifur Þorleifsson er langhlaupari og margfaldur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum. Hann hefur notað Altra skó síðan í janúar 2021. „Þá var ég byrjaður að keppa í 100 km og lengri hlaupum og var búinn að missa flestar táneglur árið áður. Breiddin í kringum tærnar eru að mínu mati stærstu kostir Altra og ég get tvímælalaust mælt með Altra skóm. Eins og ég segi alltaf: skór eiga að vera þægilegir. Það sem er helst framundan hjá Þorleifi á næstunni er Laugvegshlaup sem er að hans sögn stóra hlaup sumarsins hjá honum. „Svo er það landsliðskeppnin í Bakgarðinum, Backyard Ultra World Team Championship, sem haldin verður 19. október.“ Nánari upplýsingar um Altra og Vivobarefoot má finna á eirberg.is. Heilsa Hlaup Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Altra skórnir eru vandaðir hlaupaskór, gönguskór og utanvegaskór með góðri dempun og stuðningi en með breitt tábox ólíkt flestum hlaupaskóm á markaði í dag enda hafa Altra skór notið mikillar vinsælda í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin ár. Vivobarefoot berfætluskórnir fara svo enn lengra í sinni hugsjón og eru einnig fótlaga en með örþunnum botni svo að líkaminn sé nær jörðinni, skynji undirlagið betur og hvetji líkamann til að beita sér rétt í hverju skrefi. Altra og Vivobarefoot skórnir eru náttúrulega hannaðir í kringum fótinn með nóg pláss fyrir tær til að auka grip, jafnvægi og bæta niðurstig. Skórnir hjálpa því við að virkja vöðva í fótunum á náttúrulegan máta. Eirberg sinnir sölu og dreifingu fyrir Altra og Vivobarefoot hér á landi en skórnir eru seldir í verslunum Eirbergs í Kringlunni og á Stórhöfða og í vefversluninni eirberg.is. „Frá því við hófum sölu á Altra skóm árið 2022 hafa viðtökurnar verið vonum framar,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. „Skórnir eru í laginu eins og fætur til að gefa tánum pláss til að hreyfa sig náttúrulega og bæta þannig jafnvægi og líkamsstöðu í hreyfingu og hlaupum. Auk þess hafa Altra skórnir einnig þá sérstöðu á markaði að vera með litla eða enga lækkun frá hæl fram í tær til að líkja sem best eftir náttúrulegri hreyfingu fótanna.“ „Frá því við hófum sölu á Altra skóm árið 2022 hafa viðtökurnar verið vonum framar,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Utanvegaskórnir frá Altra, og þá sér í lagi Altra Olympus, hafa verið sérstaklega vinsælir í utanvegahlaupum hér á landi. „Góð dempun, Vibram Megagrip sóli og fótlaga snið hafa reynst fremstu hlaupurum landsins einkar vel.“ Vivobarefoot eru einstakir skór með einstaka nálgun segir Kristinn. „Þetta eru mínimalískir skór þar sem öll dempun og stuðningur er í lágmarki til að líkja betur eftir náttúrlegri vöðvastarfsemi fótanna í staðinn fyrir að setja þá í fyrir fram mótað snið. Hugsunin er að virkja alla þessa vöðva og sinar til að líkaminn sé að beita sér rétt.“ Hann segir marga hlaupara nota bæði Altra og Vivobarefoot skó til skiptis. „Flestir taka þá lengri hlaupin í Altra skónum og styttri hlaup og æfingar í Vivobarefoot til að ögra líkamanum og virkja vöðva sem annars myndu liggja í dvala.“ Vivobarefoot kynnti nýlega Motus Strength skónna en þeir eru einmitt hannaðir fyrir fólk sem stundar Crossfit, líkamsrækt og kraftlyftingar. Kynnumst hér nokkrum einstaklingum sem hafa notað skó frá Altra og Vivobarefoot með góðum árangri. Eins og að hlaupa á skýjahnoðrum „Altra eru svo þægilegir að þig langar að sofa í þeim," segir Ragnhildur Þórðardóttir, best þekkt sem Ragga Nagli. Mynd/Helgi Ómarsson. Heilsusálfræðingurinn, einkaþjálfarinn og hlauparinn Ragnhildur Þórðardóttir, best þekkt sem Ragga Nagli, keypti sína fyrstu Vivobarefoot í Covid sumarið 2020 í Kaupmannahöfn og elskaði þá frá fyrstu mínútu. „Ég hafði séð þá á Instagram hjá nokkrum Crossfitturum sem mærðu þá í hástert, og þeir stóðu sannarlega undir því. Upp frá því fór ég í samstarf við Eirberg sem hóf innflutning á Vivo fljótlega eftir að ég byrjaði að nota þá. Öðlingarnir þar kynntu mig svo fyrir Altra hlaupaskónum fyrir tveimur árum og ég hef notað þá núna samviskusamlega í hlaup og spretti. Altra eru svo þægilegir að þig langar að sofa í þeim. Ég hef notað ótal merki af hlaupaskóm, en get með sanni sagt að hlaupa í Altra er eins og að hlaupa á skýjahnoðrum.“ Hún segir Vivo vera breiða, þunnbotna og sveigjanlega sem gera kleift að hreyfa fótinn á mun náttúrulegri hátt. „Um leið eru margir aðrir skór níðþröngir og grjótharðir sem eru oft eins og gifsi utan um fæturna þar sem allir vöðvar eru sofandi. Bakið og hnéð eru betri þegar ég nota Vivo.“ Altra eru með svokallað „no-drop“ og stuðning undir alla ilina sem hentar tábergssigi hennar mjög vel. „Þeir hafa einnig breitt tásuhólf svo tærnar eru ekki í kremju og kemur í veg fyrir líkþorn og svoleiðis vesen.“ Upplifir ekki lengur þreytu og verki Sigmundur Grétar Hermannsson byrjaði að nota Vivobarefoot skóna vorið 2022 í bæði leik og starfi. Sigmundur Grétar Hermannsson, þekktur sem Simmi smiður, sem starfar bæði sem varðstjóri hjá lögreglunni og húsasmiður, byrjaði að nota Vivobarefoot skóna vorið 2022 í bæði leik og starfi. „Ég þurfti að byrja rólega, nota þá hálfan daginn því þetta er mikil breyting til að byrja með því maður fer að nota vöðva sem hafa legið í dvala.“ Hann segir helstu kosti Vivobarefoot vera þá að hann upplifi ekki þessa miklu þreytu og verki sem fylgdu því að vera í þröngum og „styrktum“ skóm. „Þegar ég keypti mér gönguskó eða leðurskó áður en ég sá Vivobarefoot ljósið, þá þurfti ég að láta víkka nýja skó hjá skósmið því ég er með náttúrulega breiðan fót. Fóturinn á mér hefur breikkað á síðustu tveimur árum og því kemst ég ekki lengur í gömlu skóna mína og ég hef líka þurft að endurnýja Vivobarefoot skó sem urðu of litlir.“ Hann segist svo sannarlega geta mælt með Vivobarefoot. „Fólk þarf samt að gera ráð fyrir því að stækka um ca. eitt númer. Ég þurfti að endurnýja fyrstu pörin sem ég keypti og get ekki lengur notað spariskó, gönguskó og gömlu hlaupaskóna mína. Það verður því að passa að kaupa ekki skó sem smellpassa heldur kaupa hálfu til einu númeri stærra en maður er vanur.“ Fær að eiga táneglurnar í friði „Ég er svo hrifin af Olympus að ég hef varla hlaupið í öðrum skóm síðan. Nýlega prófaði ég reyndar Altra Mont Blanc carbon og nú eru þeir eiginlega orðnir nýju uppáhalds skórnir mínir,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir, betur þekkt sem Sprengju Kata. Mynd/Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson. Katrín Lilja Sigurðardóttir, best þekkt sem Sprengju Kata, er þjálfari og leiðtogi hjá Náttúruhlaupum. Hún hleypur alltaf í Altra skóm en notar Vivobarefoot fyrir flest önnur tilefni. Hún segir bæði æfingar og hlaupakeppnir í utanvegahlaupum vera oft ansi langar. „Það sem plagaði mig mest í löngum hlaupum var hvað ég er viðkvæm í tánöglunum og engir skór virtust henta utan um tærnar mínar. Ég prufaði mjög margar skótegundir en yfirleitt fór það svo að ég missti táneglur eftir langar æfingar og keppnir.“ Haustið 2022 prófaði hún Altra Olympus 5 sem leystu alfarið þetta vandamál. „Skórnir passa akkúrat á fótinn minn og leyfa mér að eiga mínar táneglur í friði. Ég er svo hrifin af Olympus að ég hef varla hlaupið í öðrum skóm síðan. Nýlega prófaði ég reyndar Altra Mont Blanc carbon og nú eru þeir eiginlega orðnir nýju uppáhalds skórnir mínir.“ Hún eignaðist fyrstu Vivobarefoot skóna árið 2012. „Seinustu tvö árin hef ég nær eingöngu notað Vivobarefoot þegar ég er ekki að hlaupa - og get eiginlega ekki hugsað mér að ganga í öðru. Ég nota Vivobarefoot við nær öll tilefni; hversdags, í vinnu, í ræktina og meira að segja „spari“, enda finnst mér þeir svo æðislega flottir.“ Skór eiga að vera þægilegir „Ég get tvímælalaust mælt með Altra skóm," segir Þorleifur Þorleifsson langhlaupari. Þorleifur Þorleifsson er langhlaupari og margfaldur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum. Hann hefur notað Altra skó síðan í janúar 2021. „Þá var ég byrjaður að keppa í 100 km og lengri hlaupum og var búinn að missa flestar táneglur árið áður. Breiddin í kringum tærnar eru að mínu mati stærstu kostir Altra og ég get tvímælalaust mælt með Altra skóm. Eins og ég segi alltaf: skór eiga að vera þægilegir. Það sem er helst framundan hjá Þorleifi á næstunni er Laugvegshlaup sem er að hans sögn stóra hlaup sumarsins hjá honum. „Svo er það landsliðskeppnin í Bakgarðinum, Backyard Ultra World Team Championship, sem haldin verður 19. október.“ Nánari upplýsingar um Altra og Vivobarefoot má finna á eirberg.is.
Heilsa Hlaup Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira