Alþjóðadagur faggildingar er 9. júní Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 7. júní 2024 07:01 Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun