10 sekir menn gangi lausir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 5. júní 2024 10:30 Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Sjá meira
Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun