Innlent

Tré rifnaði upp með rótum á Sel­fossi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrið hefur farið illa með tré á Selfossi.
Veðrið hefur farið illa með tré á Selfossi. Vísir/Magnús Hlynur

Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að tré hafi rifnað upp með rótum og þverað veginn Reynivelli í Vallahverfi á Selfossi. Þá hafi annað tré fallið á hús í hverfinu.

Á Selfossi í dag.Vísir/Magnús Hlynur

Hann segir að ýmsar tilkynningar hafi borist frá íbúum Selfoss og víða í Árnessýslu. Þannig hafi tunnur fokið víða, járn fokið af þaki og fótboltamörk fokið í átt að húsum.

Þetta tré má muna sinn fífil fegurri.Vísir/Magnús Hlynur

Mikið hvassviðri er nú víða á landi og eru appelsínugular viðvaranir í gildi víða um land til miðnættis annað kvöld.

Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á [email protected]


Tengdar fréttir

Leifar af heimskautavetrinum valda usla

Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×