Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:56 Bryndis Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar en fundi nefndarinnar var skyndilega frestað í morgun þar sem útlendingafrumvarpið var á dagskrá. Bergþór Ólason telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. Vísir Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31