Alls ekki auðveld ákvörðun að selja Bjórböðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 10:09 Agnes Anna og fjölskylda í bjórböðunum sem hafa sett svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin ár. Þau vonast til að fá góðan granna til að taka við rekstrinum. Bjórböðin Bjórböðin á Árskógssandi í Eyjafirði hafa verið auglýst til sölu. Eigandi Bjórbaðanna segir ákvörðunina ekki einfalda en reksturinn hafi verið afar erfiður í Covid auk þess sem vaxtastefna Seðlabankans hafi alls ekki hjálpað til. Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“ Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá sölu Bjórbaðanna sem voru formlega opnuð sumarið 2017 af eigendum bruggverksmiðjunnar Kalda. Í bjórböðunum liggur fólk í stóru keri fyllt af bjór og getur svo fengið sér að borða á veitingastað. Agnes Anna Sigurðardóttir rekur bruggverksmiðjuna ásamt fjölskyldu sinnar. „Fyrirtækið var ungt þegar að Covid skall á og stóð yfir í þrjú ár,“ segir Agnes Anna. Þau hafi fengið líflínu frá bankanum til að halda öllu opnu í gegnum Covid. Eftir á að hyggja hefði verið farsælla að loka að sögn Agnesar Önnu. Keyrt í mínus alla daga „Þetta var langur tími sem mátti bara vera með tíu manns í einu,“ segir Agnes Anna en auk þess hafi allt verið lokað fleiri fleiri vikur. Það hafi reynst mikil áskorun að vera bæði með veitingastað og böð. Það kalli á mikinn mannskap á báðum stöðum og launakostnaður hafi verið afar mikill. „Við vorum að keyra þetta í mínus alla daga.“ Agnes Anna lítur um öxl og dregur lærdóm af þessum skrýtnu tímum. „Þetta er okkur að kenna. Maður var svo peppaður að láta hlutina ganga í Covid. Að halda öllu opnu. Upptekin af því að þjóðarskútan myndi sigla áfram þó svo það væri einhver öldugangur.“ Skuldirnar hafi hækkað gríðarlega mikið á þessum þremur faraldsárum. Vaxtastefnan afar erfið „Þær voru áttatíu milljónir þegar við byrjuðum. Í lok Covid voru þær orðnar 110 milljónir í lán og svo bætist við yfirdráttur. Þá tekur þessi vaxtastefna við. Þó við höfum náð að snúa helling við þá er bara rosalega erfitt að hægja á skútunni og snúa henni við.“ Fjölskyldan ætli að einbeita sér að bruggverksmiðjunni og leitar að góðum nágranna til að taka við bjórböðunum. „Aðsóknin er góð og fyrirtækið í heild sinni er gríðarlega vel heppnað. Svona fyrirtæki þarf bara mikla ást og umhyggju.“ Seðlabankinn ekki gengið í takt Agnes Anna staldrar við vaxtastefnuna en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa haldist óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. „Það má ekkert mikið út af bera eins og við þekkjum með heimilin okkar. Þá þarf fólk að taka yfirdrátt,“ segir Agnes Anna hugsi yfir vaxtamálum. „Seðlabankinn gekk ekki í takt við okkur í vor eins og ég hélt að hann myndi gera eftir að búið var að skrifa undir kjarasamninga,“ segir Agnes Anna. Þá hafi þau misst kraftinn. „Manni þykir ofboðslega vænt um þetta. Þetta er ekki auðvelt ákvörðun.“
Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira