Leyniskyttur gættu Trump og Rooney: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2024 13:00 Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er frægasti einstaklingurinn sem enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur spilað golf með og sagði Englendingurinn kostulega sögu af þeim golfhring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United sem og enska landsliðinu, Gary Neville stýrir. Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan: Donald Trump Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:
Donald Trump Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira