Katrín Tanja á skurðarborðið: Ég er svo stressuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir hætti óvænt keppni á miðju CrossFit tímabili og nú er ljóst að það þarf að laga bakvandræði hennar með skurðaðgerð. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta keppni á miðju CrossFit tímabili vegna meiðsla og nú er ljóst að hvíldin er ekki nóg. Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Katrín Tanja sagði frá því á miðlum sínum að hún sé nú á leiðinni í aðgerð til að laga bakvandræði sín. „Ég veit ekki einu sinni hvar ég á byrja af því að ég hef verið að glíma við þetta svo lengi,“ skrifaði Katrín Tanja á samfélagsmiðla sína. „Í stuttu máli þá finnst ekki lengur hjá mér hryggbófinn á milli hryggjarliða L5/S1 auk þess að ég er með liðagigt. Það útskýrir það af hverju mér leið eins og ég gæti ekki hreyft á mér bakið,“ skrifaði Katrín. Hún lýsir því líka hvernig bakverkurinn sé að hamla henni mikið við æfingar og keppni og að þetta sé einnig að leiða niður í rassvöðva og lærvöðva. „Ég hef verið að vinna með lækni hér í bænum auk þess að fá annað álit hjá læknum sem ég treysti. Niðurstaðan af öllu þessu er að þótt að ég hætti að æfa þá gæti bakverkurinn vissulega farið en það er allt eins líklegt að ég lendi á sama stað og ég er í dag,“ skrifaði Katrín. „Það að hreyfa mig og æfa er svo stór partur af mér og hvernig mér líður best. Ég trúi því að þetta muni skila mér góðri heilsu út lífið,“ skrifaði Katrín. „Ég ætla því að fara í aðgerð í næstu viku og mun segja frekar frá henni síðar. Ég hef ákveðið að þetta sé það besta fyrir mig og gefur mér um leið bestu möguleikana í framtíðinni,“ skrifaði Katrín. „Ég hef aldrei farið í svona stóra aðgerð. Ég er svo stressuð. Ég er um leið vongóð um þau betri lífsgæði sem slík aðgerð getur fært mér. Ég ætla því að láta von mína vinna bug á hræðslunni,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira