Halla orðin vinsælasta plan B Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 19:00 Halla Tómasdóttir er ekki bara vinsælasta plan B heldur er hún forstjóri B Team. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Töluverðar vendingar eru í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu sem fjallað var um í kvöldfréttum okkar. Katrín Jakobsdóttir er með 25,7 prósenta fylgi og hefur fylgi hennar í könnunum Maskínu svo til staðið í stað undanfarinn mánuð. Halla Tómasdóttir kemur nú næst á eftir Katrínu með 18,6 prósenta fylgi. Hún hefur fimmfaldað fylgi sitt miðað við lægstu mælingu sína í Maskínukönnunum. Ekki er marktækur munu á Höllu og Baldri Þórhallssyni sem er með 18,2 prósent og sömu sögu er að segja um Höllu Hrund Logadóttur sem er með 16,6 prósent fylgi. Hún mældist mest með 29,7 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum. Jón Gnarr er með 12,4 prósenta fylgi og hefur það verið stöðugt í síðustu fjórum könnunum. Sá möguleiki er fyrir hendi að forsetaefni dragi framboð sitt til baka. Því er áhugavert að skoða hvern landsmenn gætu hugsað sér væri þeirra forsetaefni ekki í framboði. Halla Tómasdóttir skýst upp fyrir Baldur Þórhallsson í þeirra mælingu. Mælist með 23,5 prósent en Baldur með 21,6 prósent. Halla Hrund er þriðja með 15,5 prósent og Jón Gnarr 14,3 prósent. Katrín er svo fimmta en 12,4 prósent eru með hana sem varaplan. Hér má sjá vinsælasta plan B hjá kjósendum. Þá voru þátttakendur í könnuninni spurðir að því hvern af þeim fimm sem mælast með mest fylgi þeir vildu síst vilja kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun. Langflestir geta ekki hugsað sér Katrínu sem forseta eða 42,4 prósent. Samkvæmt því eru töluvert fleiri sem vilja hana ekki sem forseta en ætla að greiða henni atkvæði. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu þremur könnunum. Hér má sjá hvaða forsetaframbjóðenda kjósendur vilja síst sjá kosinn. Jón Gnarr kemur næstur á eftir Katrínu en 21,8 prósent gætu ekki hugsað sér hann sem forseta. Það hlutfall hefur lækkað úr 32,4 prósentum frá 8. maí. Á sama tíma hefur hlutfalli fólks sem gæti ekki hugsað sér Höllu Hrund sem forseta fjölgað úr 11,8 prósentum í 19,2 prósent. Þá geta 9,2 prósent ekki hugsað sér Baldur Þórhallsson en hlutfallið er 7,4 prósent hjá Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira