Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 19:54 Vísir/Vilhelm Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11