„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2024 07:00 Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet, komst fljótt að því eftir kennaranám að hún hefði ekki efni á að kenna. Hún sá hins vegar fyrir sér að verkfræði- og tæknigeirinn einkenndist af körlum með ljóta gula hatta á höfði og var alltof mikil pæja um tvítugt til að horfa í þá átt. Í dag elskar hún að lifa og hrærast í tækniumhverfinu. Vísir/Vilhelm „Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet. Í samtökunum Vertonet eru um eitt þúsund meðlimir. Markmið félagsins er að efla konur og kvára í tæknigeiranum og segir Lena það ekki eingöngu vera vegna þess að konur og kvárar teljast til minnihlutahópa í tækni, heldur líka til að tryggja fjölbreytileikann. Það skemmtilega er, að saga Lenu sjálfrar er mjög lýsandi fyrir það hvers vegna það virðist nokkur þrautaganga að fá fleiri konur til að velja sér tækniheiminn. Hvort heldur sem er að velja sér tækni til náms eða starfa. Í vor var haldin Hvatningardagur Vertonet en yfirlýst markmið Hvatningardagsins „öll að losa okkur úr viðjum hefðbundinna væntinga, takmarkana og staðalmynda. Hættum að reyna að passa inn í ósýnilegan kassa. Sérhver einstaklingur á skilið að dafna innan tækniiðnaðarins nákvæmlega eins og hann er.“ Í tilefni Hvatningadagsins 2024, fjallar Atvinnulífið í þessari viku um stöðu kvenna og kvára í tæknigeiranum. Ekki efni á að vera kennari Það er nokkuð skemmtilegt að fara yfir sögu Lenu þegar kemur að menntun og starfsframa. „Já þetta hefur verið svolítið kræklóttur ferill hjá mér,“ segir Lena og skellihlær. Lena er fædd árið 1982 og alin upp í Þorlákshöfn. Þar starfar hún nú að hluta til í fjarvinnu. „En síðan er ekkert mál að skutlast í bæinn.“ Lena er ein fjölmargra kvenna sem finnst æðislegt að lifa og hrærast í tæknigeiranum. En valdi tæknina þó ekki til náms. „Samt fannst mér stærðfræði alveg meiriháttar skemmtileg. Það að vera í algebru eða að reikna jöfnur fannst mér einfaldlega geðveikt!“ segir Lena og aftur er hlegið. Hún segir föður sinn sífellt hafa verið að hvetja hana til þess að fara í verkfræði. „En auðvitað var ég með mótþróaröskun og því ekki að fara eftir því sem pabbi sagði.“ Lena byrjaði því í snyrtifræðinni. Síðan fór hún í kennaranámið. „Ég kláraði framhaldskólann á handmenntabraut og ákvað því að fara í kennaranámið í kjölfarið. Þrátt fyrir mikil mótmæli pabba því hann var alltaf að benda mér á að kennarastarfið væri svo illa launað,“ segir Lena og útskýrir að pabbi hennar sé sjálfur menntaður kennari en hefur verið starfsmaður hjá Ístak lengst af. „Ég útskrifaðist því sem textílkennari og þá um sumarið réði ég mig í vinnu sem ráðskona við Hellisheiðavirkjun því þar var verið að byggja. Þegar skólastjórinn í Þorlákshöfn hringdi síðan í mig og spurði hvort mig langaði ekki „heim“ og fara að kenna við skólann á æskuslóðunum voru hins vegar góð ráð dýr,“ segir Lena og bætir við: „Því ég var fljót að átta mig á því að sem ráðskona hefði ég 150 þúsund króna hærri laun á mánuði en sem kennari.“ Sem Lena segir hafa sannfært sig um að pabbi hennar hafði rétt fyrir sér eftir allt saman: Já, þannig að staðan hjá mér er í rauninni bara þessi: Ég hef aldrei haft efni á að kenna.“ Lena byrjaði á því að velja snyrtifræðina, síðan kennaranámið en endaði í kerfistjóranámi í HR samhliða vinnu. Það gerðist þó nánast fyrir tilviljun, en Lena segir tæknigeirann þó einstaklega hentugan fyrir konur. Sjálf er hún til dæmis tveggja barna móðir og vinnur sitt starf að hluta til í fjarvinnu frá Þorlákshöfn.Vísir/Vilhelm Fór nánast óvart í tæknina Þótt Lena sé alin upp í Þorlákshöfn, flutti hún ung til Reykjavíkur. Það var þó Náms- og starfsráðgjafanámið sem leiddi hana á óbeinan hátt inn í tæknigeirann. „Í náminu fór bekkurinn oft í það sem kallast stofnanakynningar, þá heimsóttum við ólíka vinnustaði. Í eitt skiptið fórum við í heimsókn til Blindrabókasafnsins, sem mér fannst ekkert smá spennandi enda hafði ég aldrei heyrt um það áður,“ segir Lena og útskýrir að strax þegar hún heyrði um þetta bókasafn hafi hún hugsað: „Já ókei, þarna er þá verið að framleiða og lána hljóðbækur, en merkilegt!“ Sjálf er Lena lesblind, enhún fór ekki í greiningu fyrr en á fullorðinsárum. „Það þótti ekki ágóði af því þá,“ útskýrir hún með tilvísun í sinn bernskutíma. „Ég fór líka aldrei í próf nema að kunna upp á hár það sem ég þurfti og var því góður námsmaður.“ En Blindrabókasafnið fannst henni þó merkileg uppgötvun og fór svo að fljótlega eftir þessa heimsókn, var Lena ráðin þangað í starf. Lena segir starfið sitt hjá bókasafninu hafa verið mjög skemmtilegt og gefandi. „Ég byrjaði með þreifibækur fyrir blind börn og sem verkefnastjóri var ég að vinna að því að framleiða bæði stækkað letur og blindraletur fyrir alla nemendur á landinu sem þurftu að fá slíkt námsefni.“ Lena fékk líka skemmtileg starfsþróunartækifæri hjá bókasafninu. „Ég varð síðar yfir námsbókadeild hljóðbóka en heiti safnsins breyttist fljótlega í Hljóðbókasafnið og opnaðist þannig fyrir fleiri en blinda því þangað geta líka sótt hljóðbækur allir sem eru lesblindir eða eiga í erfiðleikum með einbeitingu við að lesa.“ Áður en varði var Lena líka farin að sjá um markaðsmálin, sat í norrænni markaðsnefnd, sá um vefsíðuna, þurfti að læra á öll kerfi og hvernig ,,back-up“ á kerfunum virkaði og fleira. „Þannig að þegar ég sá kerfisfræði auglýsta í HR hugsaði ég með mér: Þetta er örugglega tilvalið fyrir mig. Í þessu námi læri ég pottþétt að reka serverana og kerfin sem ég er allt í einu farin að sjá um hérna.“ Þannig að úr varð að Lena skráði sig í kerfisfræði. Þó nánast eins og fyrir tilviljun. „Enda var ég búin að vera þar í svona tvær vikur þegar einn félagi minn og samnemandi sagði við mig: Lena þú gerir þér grein fyrir því að þú ert komin í forritunarnám er það ekki?!“ Í Veriton eru um eittþúsund meðlimir en tilgangur félagsins er að efla konur og kvár í tæknigeiranum. Stærsti viðburður félagsins er Hvatningadagurinn sem haldinn er á vorin og var í þetta sinn haldinn í Gamla bíói. Spilaði tölvuleiki í laumi Lena fór í HR samhliða vinnu og þótt hún hafi svo sem ekki alveg séð fyrir sér að læra forritun, komst hún fljótt að því að verkefnalega séð átti allt í sambandi við námið mjög vel við hana. „Ég áttaði mig strax á því að þetta væri geggjaður heimur að kynnast. Jafn ógeðslega gaman og í algebrunni á sínum tíma.“ Hún segir samt að tæknigeirinn sé mjög mikill strákaheimur. „Sem er þó algjör synd því verkefnalega er svo margt sem á sérstaklega vel við konur.“ Sem dæmi nefnir Lena að tæknigeirinn sé: Skapandi Og lausnarmiðaður „Þetta eru í rauninni eins og gátur sem þú ert að leysa. Þú ert alltaf að vinna í verkefnum sem ganga út á að finna út mismunandi leiðir, svona svipað og þegar þú ert að reikna eitthvað dæmi en prófar að reikna það á mismunandi hátt,“ nefnir Lena til samlíkingar. Í ofanálag er tæknigeirinn alveg sérstaklega fjölskylduvænn. „Þetta er rosalega fjölskylduvænn geiri því þessi störf bjóða oftast upp á mikinn sveigjanleika og annað sem nýtist konum oft sérstaklega vel,“ segir Lena og vísar þar ekkert síst til hennar eigin stöðu sem tveggja barna móður. Sem strákafag og karllægur geiri, viðurkennir Lena þó að tækniáhugann hafi hún sjálf farið vel með. Enda ásýndin þannig. „Ég hafði til dæmis mjög gaman af því strax þá að spila tölvuleiki. En var nú ekki beint að auglýsa það eða ræða við vinkonurnar,“ segir Lena og hlær. „En ef þú ert forvitin manneskja að eðlisfari, þá á tæknigeirinn mjög vel við þig og það á jafnt við um konur sem karla, kvár eða aðra.“ 21 fyrirtæki og menntastofnanir vinna sameiginlega að því markmiði Vertonet að fjölga konum í tæknigeiranum. Enda segir Lena fulla þörf á því. Vitað sé til þess að fyrirtæki séu að bjóða í heilu kvennahópana á UT sviðum til þess eins að reyna að fjölga konum hjá sér. Myndir frá Hvatningadeginum 2024. Ekki bara fótboltakvöld Lena útskrifaðist úr Tölvunarfræðinni árið 2016 en hún segir að margt hafi breyst til hins betra síðan það var. „Mér finnst vinnustaðamenningin vera að breytast og vinnustaðir meðvitaðri um að það er ekki bara hægt að bjóða upp á fótboltakvöld þegar vinnuhópar eru að hittast,“ nefnir Lena sem dæmi. En fyrst til að byrja með vann hún á hugbúnaðarsviði Íslandsbanka. „En það þarf að fjölga konum í greinunum og mér fannst góð setning sem ég heyrði einn segja eitt sinn að þegar vinnustaðir væru að ráða konu inn í karlateymi, að ráða ekki eina konu heldur tvær.“ Enda löngum þekkt að það getur oft verið erfitt að vera aðeins eina konan í hópnum. „Orðræðan hefur líka breyst. Það var til dæmis mjög þreytandi að heyra alltaf setningar eins og „Strákar, við látum þetta bara ganga….,“ í staðinn fyrir að segja „Við bara látum þetta ganga,“ eða eitthvað sambærilegt sem væri tilvísun í alla í hópnum.“ Hún segir félagsskap eins og Vertonet líka skipta mjög miklu máli. „Það er auðvitað undarlegt út af fyrir sig að þótt konur séu í miklum meirihluta í háskólanámi eru þær ekki nema um 25% nemenda í tækninámi, það segir sitt um hversu mikilvægt átak það er að fjölga konum í náminu.“ En hún segir Vertonet líka skipta máli sem stuðningsnet fyrir konur í geiranum. „Í Vertonet getur maður hringt í stelpur sem skilja sama tungumál og ég í vinnu. Vinkonur mínar eru flestar í allt öðruvísi fögum, til dæmis í félagsþjónustunni eða sálfræðinni. Ég er ekki beint að ræða tæknimálin við þær,“ segir Lena og brosir. Lena ítrekar þó að starf Vertonet gangi lengra en einungis að efla konur í geiranum eða stuðla að því að fá fleiri konur í tæknigeirann. „Því til að tryggja fjölbreytileikann viljum við efla kvára í geiranum og vinnum til dæmis mikið með Samtökunum 78 líka.“ Lena segir ekki aðeins mikilvægt að hvetja konur til náms og starfa í tæknigeiranum til þess að auka á fjölbreytni og tryggja jafnrétti. Staðreyndin sé einnig sú að fyrirséð er að skortur er á tæknifólki um allan heim í mörg næstu ár.Vísir/Vilhelm Pæja sem vildi ekki vera með gulan hatt…. Lena segir margt í gangi hjá Vertonet til þess að stuðla að fjölgun og eflingu kvenna og kvára í verkefninu en átaksverkefnið Vertonet, kallast síðan það átak atvinnulífsins og menntastofnana að standa sameiginlega að fjölgun kvenna og kvára í tækni. Nú þegar hafa 21 fyrirtæki og menntastofnanir tekið höndum saman að vinna að þessu markmiði og ljóst er að margt er á döfinni enn. Dag frá degi, segir Lena það líka ljóst að vinnustaðir vilja almennt fjölga konum innan UT sviða sinna. „Vinnustaðir vilja fjölbreytileikann og ég veit um dæmi þess að fyrirtæki hafi hringt í allar konur sem unnu í teymi hjá öðru fyrirtæki og bauð þeim öllum starf. Þarna var ætlunin að rétta af kynjahlutfallið á einum stað, með því að kippa öllum konunum í burtu frá öðrum. Það auðvitað gengur ekki.“ Lena segir átaksverkefnin sem Vertonet hefur þó unnið að felast í mörgu. Ekki aðeins því að hvetja fleiri konur til að sækja tækninámið. „Því það er líka svo mikilvægt að konum líði vel þegar þær byrja síðan að vinna í geiranum. Það getur alveg verið erfitt að byrja á vinnustað og vera bara eina konan í hópnum.“ Að mati Lenu, sé Vertonet því ekkert síður að vinna að alls kyns verkefnum sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. „Leiðarvísir fyrirtækja þarf að vera sá að þér líði alltaf vel þegar þú mætir á svæðið eftir ráðninguna. Og þá skiptir máli að fyrirtækjamenningin sé þannig að hún fagni fjölbreytileikanum og taki vel á móti öllum. Hvort sem þú ert karl, kona, kvár eða eitthvað annað.“ En fyrst þetta starf býður upp á svo marga hentuga möguleika fyrir konur, til dæmis varðandi fjarvinnu eða vinnutíma, hvað heldur þú að valdi því að ekki séu fleiri konur að velja tæknigeirann? „Skortur á fyrirmyndum held ég að sé eitt stærsta vandamálið,“ svarar Lena að bragði og undirstrikar með því hversu mikilvægt henni finnst það vera að auka sýnileika kvenna í tækni. Og Lena tekur sem dæmi sjálfan sig þegar hún stóð á tvítugu að reyna að ákveða í hvaða nám hún vildi fara. Ég var pæja og vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum. Því þannig sá ég fyrir mér vinnuumhverfið vera fyrir verkfræðinga eða tæknigeirann. Það var svona sú ímynd sem ég hafði. En síðan er þetta allt öðruvísi heimur og einfaldlega ofboðslega hentugur fyrir konur sérstaklega. En þá þurfa ungar konur líka að vita hvernig þessi heimur er og til þess að gera það, þurfa þær fyrirmyndir.“ Tækni Starfsframi Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Ölfus Fjarvinna Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í samtökunum Vertonet eru um eitt þúsund meðlimir. Markmið félagsins er að efla konur og kvára í tæknigeiranum og segir Lena það ekki eingöngu vera vegna þess að konur og kvárar teljast til minnihlutahópa í tækni, heldur líka til að tryggja fjölbreytileikann. Það skemmtilega er, að saga Lenu sjálfrar er mjög lýsandi fyrir það hvers vegna það virðist nokkur þrautaganga að fá fleiri konur til að velja sér tækniheiminn. Hvort heldur sem er að velja sér tækni til náms eða starfa. Í vor var haldin Hvatningardagur Vertonet en yfirlýst markmið Hvatningardagsins „öll að losa okkur úr viðjum hefðbundinna væntinga, takmarkana og staðalmynda. Hættum að reyna að passa inn í ósýnilegan kassa. Sérhver einstaklingur á skilið að dafna innan tækniiðnaðarins nákvæmlega eins og hann er.“ Í tilefni Hvatningadagsins 2024, fjallar Atvinnulífið í þessari viku um stöðu kvenna og kvára í tæknigeiranum. Ekki efni á að vera kennari Það er nokkuð skemmtilegt að fara yfir sögu Lenu þegar kemur að menntun og starfsframa. „Já þetta hefur verið svolítið kræklóttur ferill hjá mér,“ segir Lena og skellihlær. Lena er fædd árið 1982 og alin upp í Þorlákshöfn. Þar starfar hún nú að hluta til í fjarvinnu. „En síðan er ekkert mál að skutlast í bæinn.“ Lena er ein fjölmargra kvenna sem finnst æðislegt að lifa og hrærast í tæknigeiranum. En valdi tæknina þó ekki til náms. „Samt fannst mér stærðfræði alveg meiriháttar skemmtileg. Það að vera í algebru eða að reikna jöfnur fannst mér einfaldlega geðveikt!“ segir Lena og aftur er hlegið. Hún segir föður sinn sífellt hafa verið að hvetja hana til þess að fara í verkfræði. „En auðvitað var ég með mótþróaröskun og því ekki að fara eftir því sem pabbi sagði.“ Lena byrjaði því í snyrtifræðinni. Síðan fór hún í kennaranámið. „Ég kláraði framhaldskólann á handmenntabraut og ákvað því að fara í kennaranámið í kjölfarið. Þrátt fyrir mikil mótmæli pabba því hann var alltaf að benda mér á að kennarastarfið væri svo illa launað,“ segir Lena og útskýrir að pabbi hennar sé sjálfur menntaður kennari en hefur verið starfsmaður hjá Ístak lengst af. „Ég útskrifaðist því sem textílkennari og þá um sumarið réði ég mig í vinnu sem ráðskona við Hellisheiðavirkjun því þar var verið að byggja. Þegar skólastjórinn í Þorlákshöfn hringdi síðan í mig og spurði hvort mig langaði ekki „heim“ og fara að kenna við skólann á æskuslóðunum voru hins vegar góð ráð dýr,“ segir Lena og bætir við: „Því ég var fljót að átta mig á því að sem ráðskona hefði ég 150 þúsund króna hærri laun á mánuði en sem kennari.“ Sem Lena segir hafa sannfært sig um að pabbi hennar hafði rétt fyrir sér eftir allt saman: Já, þannig að staðan hjá mér er í rauninni bara þessi: Ég hef aldrei haft efni á að kenna.“ Lena byrjaði á því að velja snyrtifræðina, síðan kennaranámið en endaði í kerfistjóranámi í HR samhliða vinnu. Það gerðist þó nánast fyrir tilviljun, en Lena segir tæknigeirann þó einstaklega hentugan fyrir konur. Sjálf er hún til dæmis tveggja barna móðir og vinnur sitt starf að hluta til í fjarvinnu frá Þorlákshöfn.Vísir/Vilhelm Fór nánast óvart í tæknina Þótt Lena sé alin upp í Þorlákshöfn, flutti hún ung til Reykjavíkur. Það var þó Náms- og starfsráðgjafanámið sem leiddi hana á óbeinan hátt inn í tæknigeirann. „Í náminu fór bekkurinn oft í það sem kallast stofnanakynningar, þá heimsóttum við ólíka vinnustaði. Í eitt skiptið fórum við í heimsókn til Blindrabókasafnsins, sem mér fannst ekkert smá spennandi enda hafði ég aldrei heyrt um það áður,“ segir Lena og útskýrir að strax þegar hún heyrði um þetta bókasafn hafi hún hugsað: „Já ókei, þarna er þá verið að framleiða og lána hljóðbækur, en merkilegt!“ Sjálf er Lena lesblind, enhún fór ekki í greiningu fyrr en á fullorðinsárum. „Það þótti ekki ágóði af því þá,“ útskýrir hún með tilvísun í sinn bernskutíma. „Ég fór líka aldrei í próf nema að kunna upp á hár það sem ég þurfti og var því góður námsmaður.“ En Blindrabókasafnið fannst henni þó merkileg uppgötvun og fór svo að fljótlega eftir þessa heimsókn, var Lena ráðin þangað í starf. Lena segir starfið sitt hjá bókasafninu hafa verið mjög skemmtilegt og gefandi. „Ég byrjaði með þreifibækur fyrir blind börn og sem verkefnastjóri var ég að vinna að því að framleiða bæði stækkað letur og blindraletur fyrir alla nemendur á landinu sem þurftu að fá slíkt námsefni.“ Lena fékk líka skemmtileg starfsþróunartækifæri hjá bókasafninu. „Ég varð síðar yfir námsbókadeild hljóðbóka en heiti safnsins breyttist fljótlega í Hljóðbókasafnið og opnaðist þannig fyrir fleiri en blinda því þangað geta líka sótt hljóðbækur allir sem eru lesblindir eða eiga í erfiðleikum með einbeitingu við að lesa.“ Áður en varði var Lena líka farin að sjá um markaðsmálin, sat í norrænni markaðsnefnd, sá um vefsíðuna, þurfti að læra á öll kerfi og hvernig ,,back-up“ á kerfunum virkaði og fleira. „Þannig að þegar ég sá kerfisfræði auglýsta í HR hugsaði ég með mér: Þetta er örugglega tilvalið fyrir mig. Í þessu námi læri ég pottþétt að reka serverana og kerfin sem ég er allt í einu farin að sjá um hérna.“ Þannig að úr varð að Lena skráði sig í kerfisfræði. Þó nánast eins og fyrir tilviljun. „Enda var ég búin að vera þar í svona tvær vikur þegar einn félagi minn og samnemandi sagði við mig: Lena þú gerir þér grein fyrir því að þú ert komin í forritunarnám er það ekki?!“ Í Veriton eru um eittþúsund meðlimir en tilgangur félagsins er að efla konur og kvár í tæknigeiranum. Stærsti viðburður félagsins er Hvatningadagurinn sem haldinn er á vorin og var í þetta sinn haldinn í Gamla bíói. Spilaði tölvuleiki í laumi Lena fór í HR samhliða vinnu og þótt hún hafi svo sem ekki alveg séð fyrir sér að læra forritun, komst hún fljótt að því að verkefnalega séð átti allt í sambandi við námið mjög vel við hana. „Ég áttaði mig strax á því að þetta væri geggjaður heimur að kynnast. Jafn ógeðslega gaman og í algebrunni á sínum tíma.“ Hún segir samt að tæknigeirinn sé mjög mikill strákaheimur. „Sem er þó algjör synd því verkefnalega er svo margt sem á sérstaklega vel við konur.“ Sem dæmi nefnir Lena að tæknigeirinn sé: Skapandi Og lausnarmiðaður „Þetta eru í rauninni eins og gátur sem þú ert að leysa. Þú ert alltaf að vinna í verkefnum sem ganga út á að finna út mismunandi leiðir, svona svipað og þegar þú ert að reikna eitthvað dæmi en prófar að reikna það á mismunandi hátt,“ nefnir Lena til samlíkingar. Í ofanálag er tæknigeirinn alveg sérstaklega fjölskylduvænn. „Þetta er rosalega fjölskylduvænn geiri því þessi störf bjóða oftast upp á mikinn sveigjanleika og annað sem nýtist konum oft sérstaklega vel,“ segir Lena og vísar þar ekkert síst til hennar eigin stöðu sem tveggja barna móður. Sem strákafag og karllægur geiri, viðurkennir Lena þó að tækniáhugann hafi hún sjálf farið vel með. Enda ásýndin þannig. „Ég hafði til dæmis mjög gaman af því strax þá að spila tölvuleiki. En var nú ekki beint að auglýsa það eða ræða við vinkonurnar,“ segir Lena og hlær. „En ef þú ert forvitin manneskja að eðlisfari, þá á tæknigeirinn mjög vel við þig og það á jafnt við um konur sem karla, kvár eða aðra.“ 21 fyrirtæki og menntastofnanir vinna sameiginlega að því markmiði Vertonet að fjölga konum í tæknigeiranum. Enda segir Lena fulla þörf á því. Vitað sé til þess að fyrirtæki séu að bjóða í heilu kvennahópana á UT sviðum til þess eins að reyna að fjölga konum hjá sér. Myndir frá Hvatningadeginum 2024. Ekki bara fótboltakvöld Lena útskrifaðist úr Tölvunarfræðinni árið 2016 en hún segir að margt hafi breyst til hins betra síðan það var. „Mér finnst vinnustaðamenningin vera að breytast og vinnustaðir meðvitaðri um að það er ekki bara hægt að bjóða upp á fótboltakvöld þegar vinnuhópar eru að hittast,“ nefnir Lena sem dæmi. En fyrst til að byrja með vann hún á hugbúnaðarsviði Íslandsbanka. „En það þarf að fjölga konum í greinunum og mér fannst góð setning sem ég heyrði einn segja eitt sinn að þegar vinnustaðir væru að ráða konu inn í karlateymi, að ráða ekki eina konu heldur tvær.“ Enda löngum þekkt að það getur oft verið erfitt að vera aðeins eina konan í hópnum. „Orðræðan hefur líka breyst. Það var til dæmis mjög þreytandi að heyra alltaf setningar eins og „Strákar, við látum þetta bara ganga….,“ í staðinn fyrir að segja „Við bara látum þetta ganga,“ eða eitthvað sambærilegt sem væri tilvísun í alla í hópnum.“ Hún segir félagsskap eins og Vertonet líka skipta mjög miklu máli. „Það er auðvitað undarlegt út af fyrir sig að þótt konur séu í miklum meirihluta í háskólanámi eru þær ekki nema um 25% nemenda í tækninámi, það segir sitt um hversu mikilvægt átak það er að fjölga konum í náminu.“ En hún segir Vertonet líka skipta máli sem stuðningsnet fyrir konur í geiranum. „Í Vertonet getur maður hringt í stelpur sem skilja sama tungumál og ég í vinnu. Vinkonur mínar eru flestar í allt öðruvísi fögum, til dæmis í félagsþjónustunni eða sálfræðinni. Ég er ekki beint að ræða tæknimálin við þær,“ segir Lena og brosir. Lena ítrekar þó að starf Vertonet gangi lengra en einungis að efla konur í geiranum eða stuðla að því að fá fleiri konur í tæknigeirann. „Því til að tryggja fjölbreytileikann viljum við efla kvára í geiranum og vinnum til dæmis mikið með Samtökunum 78 líka.“ Lena segir ekki aðeins mikilvægt að hvetja konur til náms og starfa í tæknigeiranum til þess að auka á fjölbreytni og tryggja jafnrétti. Staðreyndin sé einnig sú að fyrirséð er að skortur er á tæknifólki um allan heim í mörg næstu ár.Vísir/Vilhelm Pæja sem vildi ekki vera með gulan hatt…. Lena segir margt í gangi hjá Vertonet til þess að stuðla að fjölgun og eflingu kvenna og kvára í verkefninu en átaksverkefnið Vertonet, kallast síðan það átak atvinnulífsins og menntastofnana að standa sameiginlega að fjölgun kvenna og kvára í tækni. Nú þegar hafa 21 fyrirtæki og menntastofnanir tekið höndum saman að vinna að þessu markmiði og ljóst er að margt er á döfinni enn. Dag frá degi, segir Lena það líka ljóst að vinnustaðir vilja almennt fjölga konum innan UT sviða sinna. „Vinnustaðir vilja fjölbreytileikann og ég veit um dæmi þess að fyrirtæki hafi hringt í allar konur sem unnu í teymi hjá öðru fyrirtæki og bauð þeim öllum starf. Þarna var ætlunin að rétta af kynjahlutfallið á einum stað, með því að kippa öllum konunum í burtu frá öðrum. Það auðvitað gengur ekki.“ Lena segir átaksverkefnin sem Vertonet hefur þó unnið að felast í mörgu. Ekki aðeins því að hvetja fleiri konur til að sækja tækninámið. „Því það er líka svo mikilvægt að konum líði vel þegar þær byrja síðan að vinna í geiranum. Það getur alveg verið erfitt að byrja á vinnustað og vera bara eina konan í hópnum.“ Að mati Lenu, sé Vertonet því ekkert síður að vinna að alls kyns verkefnum sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. „Leiðarvísir fyrirtækja þarf að vera sá að þér líði alltaf vel þegar þú mætir á svæðið eftir ráðninguna. Og þá skiptir máli að fyrirtækjamenningin sé þannig að hún fagni fjölbreytileikanum og taki vel á móti öllum. Hvort sem þú ert karl, kona, kvár eða eitthvað annað.“ En fyrst þetta starf býður upp á svo marga hentuga möguleika fyrir konur, til dæmis varðandi fjarvinnu eða vinnutíma, hvað heldur þú að valdi því að ekki séu fleiri konur að velja tæknigeirann? „Skortur á fyrirmyndum held ég að sé eitt stærsta vandamálið,“ svarar Lena að bragði og undirstrikar með því hversu mikilvægt henni finnst það vera að auka sýnileika kvenna í tækni. Og Lena tekur sem dæmi sjálfan sig þegar hún stóð á tvítugu að reyna að ákveða í hvaða nám hún vildi fara. Ég var pæja og vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum. Því þannig sá ég fyrir mér vinnuumhverfið vera fyrir verkfræðinga eða tæknigeirann. Það var svona sú ímynd sem ég hafði. En síðan er þetta allt öðruvísi heimur og einfaldlega ofboðslega hentugur fyrir konur sérstaklega. En þá þurfa ungar konur líka að vita hvernig þessi heimur er og til þess að gera það, þurfa þær fyrirmyndir.“
Tækni Starfsframi Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Ölfus Fjarvinna Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. 4. mars 2024 07:00
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02