Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 12:01 Hvalavinir hafa ekki fengið veður af því að menn hafi verið ráðnir til Hvals hf. fyrir sumarvertíðina. Vísir/Arnar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34