Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 20:07 Áslaug Arna, sem er ein af kúnum á Hvanneyri og unir sér vel þar í fjósinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira