Love Lies Bleeding: Ekið af hraðbraut og út í skurð Heiðar Sumarliðason skrifar 9. maí 2024 07:01 Kristen Stewart og Katy O'Brian stilla sér upp aftan á pallbíl. Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit. Lou og Jackie eru báðar mjög brotnir einstaklingar, Lou vegna sambands síns við föður sinn, glæpamanninn Lou eldri (Ed Harris) en Jackie af óljósum ástæðum, sem þó virðast tengjast fjölskyldu hennar. Að sjálfsögðu setur koma Jackie allt á annan endann í lífi Lou (enda er engin kvikmynd ef svo er ekki). Líkt og titillinn segir til um er hér sýslað með ást, lygar og blóð. Mikið blóð. Love Lies Bleeding er í raun mjög metnaðarfull kvikmyndafrásögn, hún inniheldur miklar og flóknar tilfinningar, sem og töluverðar flækjur í framvindu. Höfundur myndarinnar, Rose Glass, tekur ákveðna áhættu með þessu, þar sem úr verður á endanum full mikill hrærigrautur. Sú leið sem Glass velur til að leysa úr flækjunum sem hún er búin að skapa er melódrama og súrrealismi. Með því grefur hún undan þeirri góðu vinnu sem hún hefur innt af hendi í fyrstu tveimur leikþáttunum. Góð ferð framan af Til eru flóknar kvikmyndir með ósennilegri framvindu, sem samt renna hnökralaust fram beina braut. Love Lies Bleeding ekur til að byrja með nýmalbikaða hraðbraut, undir að því virðist styrkri stjórn Glass, en Love Lies Bleeding er hennar önnur kvikmynd, frumraunin var hrollvekjan frambærilega Saint Maude, frá árinu 2019. Heilög Maud tekst á loft. Það er eitthvað dáleiðandi við Love Lies Bleeding, sérstaklega framan af, og í kringum klukkustundar markið hugsaði ég með mér: Já, þetta er frábær kvikmynd, og hlakkaði til að sjá hvert yrði farið með mig. En eins og áður segir rennur hún algjörlega út í sandinn. Sama myndin Eftir að hafa klárað Love Lies Bleeding rifjaði ég upp fyrri kvikmynd Glass, Saint Maud, sem ég sá fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þó hún virðist á yfirborðinu eiga fátt sameiginlegt með myndinni sem hér er til umfjöllunar, þarf ekki að rýna lengi til að sjá skyldleikann. Báðar fjalla þær um utangarðskonu sem nær illa að fóta sig í tilverunni og kemur inn í líf annarrar einmana konu. Utangarðskonan hneigist svo til ofbeldis sem fær einmana konuna til að endurmeta samband sitt við hana sem utangarðskonan bregst illa við. T.d. hefði eftirfarandi setning úr Saint Maud allt eins getað átt við í Love Lies Bleeding ef nafninu Maud er breytt í Jackie: Maud is my saviour, you see. In more ways than one. But you got a little carried away, didn't you. Fjölmörg önnur atvik úr Saint Maud eru einnig endurtekin hér, t.d. að utangarðskonan sængar hjá karlmanni sem hún hefur ímugust á, bregst við höfnun á óheilbrigðan máta, einhverskonar geðveiki tekur svo völdin, stjórnlaust ofbeldi og svo gjörsamlega súrreal niðurlag. Blóðið byrjar að streyma, lygarnar verða fleiri og ástin blómstrar. Það er stundum sagt að margir kvikmyndahöfundar séu í raun eilíft að gera sömu myndina og fær sú tilgáta byr undir báða vængi hér. Love Lies Bleeding er mörgu leyti sama myndin og Saint Maud, nema klædd í allt öðruvísi búning. Ekki „one size fits all“ Sú brögð sem Glass beitti í þriðja leikþætti Saint Maud, samblanda af súrrealisma og viðbjóði, virkuðu einstaklega vel þar, þar sem framvinda fyrsta og annars leikþáttar kallar eftir þeirri úrvinnslu. Að beita brögðum sem hafa virkað áður getur verið farsælt en þá þarf það sem á undan er gengið að styðja við það, en hér er því ekki til að dreifa. Eftir að hafa keyrt eftir breiðri og nýmalbikaðri braut ekur Love Lies Bleeding út á malarveg og endar í skurði (eða gljúfri), þar sem kveikt er í bílnum. Það er ótrúlega sorglegt þar sem framan af benti allt til þess að ferðin myndi enda vel. Niðurstaða: Líkt og aðalpersónurnar tvær þjáist Love Lies Bleeding óstöðuglyndi, sem kemur henni á sama máta í vanda, þrátt fyrir góða byrjun. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Lou og Jackie eru báðar mjög brotnir einstaklingar, Lou vegna sambands síns við föður sinn, glæpamanninn Lou eldri (Ed Harris) en Jackie af óljósum ástæðum, sem þó virðast tengjast fjölskyldu hennar. Að sjálfsögðu setur koma Jackie allt á annan endann í lífi Lou (enda er engin kvikmynd ef svo er ekki). Líkt og titillinn segir til um er hér sýslað með ást, lygar og blóð. Mikið blóð. Love Lies Bleeding er í raun mjög metnaðarfull kvikmyndafrásögn, hún inniheldur miklar og flóknar tilfinningar, sem og töluverðar flækjur í framvindu. Höfundur myndarinnar, Rose Glass, tekur ákveðna áhættu með þessu, þar sem úr verður á endanum full mikill hrærigrautur. Sú leið sem Glass velur til að leysa úr flækjunum sem hún er búin að skapa er melódrama og súrrealismi. Með því grefur hún undan þeirri góðu vinnu sem hún hefur innt af hendi í fyrstu tveimur leikþáttunum. Góð ferð framan af Til eru flóknar kvikmyndir með ósennilegri framvindu, sem samt renna hnökralaust fram beina braut. Love Lies Bleeding ekur til að byrja með nýmalbikaða hraðbraut, undir að því virðist styrkri stjórn Glass, en Love Lies Bleeding er hennar önnur kvikmynd, frumraunin var hrollvekjan frambærilega Saint Maude, frá árinu 2019. Heilög Maud tekst á loft. Það er eitthvað dáleiðandi við Love Lies Bleeding, sérstaklega framan af, og í kringum klukkustundar markið hugsaði ég með mér: Já, þetta er frábær kvikmynd, og hlakkaði til að sjá hvert yrði farið með mig. En eins og áður segir rennur hún algjörlega út í sandinn. Sama myndin Eftir að hafa klárað Love Lies Bleeding rifjaði ég upp fyrri kvikmynd Glass, Saint Maud, sem ég sá fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þó hún virðist á yfirborðinu eiga fátt sameiginlegt með myndinni sem hér er til umfjöllunar, þarf ekki að rýna lengi til að sjá skyldleikann. Báðar fjalla þær um utangarðskonu sem nær illa að fóta sig í tilverunni og kemur inn í líf annarrar einmana konu. Utangarðskonan hneigist svo til ofbeldis sem fær einmana konuna til að endurmeta samband sitt við hana sem utangarðskonan bregst illa við. T.d. hefði eftirfarandi setning úr Saint Maud allt eins getað átt við í Love Lies Bleeding ef nafninu Maud er breytt í Jackie: Maud is my saviour, you see. In more ways than one. But you got a little carried away, didn't you. Fjölmörg önnur atvik úr Saint Maud eru einnig endurtekin hér, t.d. að utangarðskonan sængar hjá karlmanni sem hún hefur ímugust á, bregst við höfnun á óheilbrigðan máta, einhverskonar geðveiki tekur svo völdin, stjórnlaust ofbeldi og svo gjörsamlega súrreal niðurlag. Blóðið byrjar að streyma, lygarnar verða fleiri og ástin blómstrar. Það er stundum sagt að margir kvikmyndahöfundar séu í raun eilíft að gera sömu myndina og fær sú tilgáta byr undir báða vængi hér. Love Lies Bleeding er mörgu leyti sama myndin og Saint Maud, nema klædd í allt öðruvísi búning. Ekki „one size fits all“ Sú brögð sem Glass beitti í þriðja leikþætti Saint Maud, samblanda af súrrealisma og viðbjóði, virkuðu einstaklega vel þar, þar sem framvinda fyrsta og annars leikþáttar kallar eftir þeirri úrvinnslu. Að beita brögðum sem hafa virkað áður getur verið farsælt en þá þarf það sem á undan er gengið að styðja við það, en hér er því ekki til að dreifa. Eftir að hafa keyrt eftir breiðri og nýmalbikaðri braut ekur Love Lies Bleeding út á malarveg og endar í skurði (eða gljúfri), þar sem kveikt er í bílnum. Það er ótrúlega sorglegt þar sem framan af benti allt til þess að ferðin myndi enda vel. Niðurstaða: Líkt og aðalpersónurnar tvær þjáist Love Lies Bleeding óstöðuglyndi, sem kemur henni á sama máta í vanda, þrátt fyrir góða byrjun.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira