„Eurovision mamman“ með gleði og kærleika að vopni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2024 07:01 Hera Björk er einkar glæsileg í nýja samfestingnum. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist vel stemmd fyrir því að stíga á svið í Malmö í annað sinn í dag þegar önnur æfing íslenska atriðisins fer fram. Reynsla hennar í Eurovision vekur mikla athygli og er hún kölluð „Eurovision mamman“ af sumum úti. Hún segist ætla að einbeita sér að gleðinni en ekki neikvæðni. „Það var rosalega gott að komast loksins á sviðið og máta það sem við erum búin að vera að spá og spegúlera og eiga samskipti um við Svíana í margar vikur,“ segir Hera Björk í samtali við Vísi um fyrstu æfingu hópsins sem fór fram á dögunum. Hera segir bætingar frekar en breytingar hafa orðið á atriðinu frá því í Söngvakeppninni í mars. „Við erum að bæta inn nokkrum fídusum sem okkur stóðu bara ekki til boða á Íslandi og svona ljósavinnu og allskonar sem var ekkert í boði. Þannig við nýtum okkur það sem Svíarnir bjóða upp á og höfum bara gaman. Það eru náttúrulega töluvert fleiri takkar sem er hægt að ýta á þarna og fikta í,“ segir Hera hlæjandi. Eins og að ganga með sandpoka í fanginu Hera Björk klæðist gylltum samfestingi í atriðinu með perlukögum. Samfestingurinn er hannaður af Sylvíu Lovetank en hún hannaði líka kjólinn sem Hera var í í Söngvakeppninni. Efnið fann hún í London en um er að ræða gyllt perluefni. „Þannig þetta er alveg svakalega sparklí á sviðinu og býr til þetta mikla endurkast. Þetta er líka mjög þungt, þetta er dálítið eins og að ganga með sandpoka í fanginu og míkrafón í hinni en þetta er svo gordjöss,“ segir Hera hlæjandi. Hera glitrar svo sannarlega á sviðinu. Sarah Louise Bennett/EBU Perlukögrið á samfestingnum vekur sömuleiðis mikla athygli. Hera segir það þyngra en ef það væri úr öðru efni og sveiflast því hægar um, líður í raun bara fram og til baka. Hún segist hlæjandi ekki alveg vera tilbúin til að fallast á að þetta sé nú eilítið kúrekalegt. „Ég veit ekki hvort þetta sé kúrekalegt, ég myndi segja að þetta væri frekar gripið frá Egyptalandi og meira úr austri heldur en vestri. Við erum meira að fara í þessa átt sem drottningarnar voru í hérna í den, þá var voða mikið um svona perlukögur, þannig þetta er ekki kúrekakögur, þetta er meiri glam týpa,“ segir Hera létt í bragði. Eurovision í fimmta sinn svo athygli vekur Mikla athygli vekur erlendis að þetta er í fimmta sinn sem Hera tekur þátt í Eurovision. Hún keppti sjálf árið 2010 með framlaginu Ne ne sais quoi í Noregi og hefur fjórum sinnum verið í bakröddum. Ganga ýmsir svo langt að segja að Hera sé í raun hluti af hópi sem í er að finna þau sem eru „Eurovision konungborin.“ „Það er bara yndislegt. Sumir kalla mig mamma, Eurovision mamma og það er bara ennþá dásamlegra. Auðvitað bý ég að því að hafa verið viðloðin keppnina svona oft og þekkja fyriromulagið. Ég er bara frekar slök, ég bíð bara þar til mér er sagt að gera eitthvað og þá bara hlýði ég. Þetta er þétt dagskrá og maður verður bara að treysta fólkinu sínu sem maður er með, treysta ferlinu eins og maður segir.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Gleði og ást frekar en ofbeldi og hatur Rúnar Freyr Gíslason fararstjóri íslenska hópsins hefur áður sagt íslenska hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi vegna þátttöku í keppninni í ár og vegna þátttöku Ísraels. Hera segist einbeita sér að því að sýna heiminum að betra sé að vera í sátt og samlyndi, í ást og gleði frekar en í ofbeldi, hatri og rifrildi. „Við einbeitum okkur ekkert að því, það er enginn tími í það, enda erum við ekki komin hingað til þess. Við erum í rauninni komin til þess að gera hið andstæða, að reyna að halda gleðinni og kærleikanum á lofti og sýna þannig heiminum að það er betra að vera í sátt og samlyndi og gleði og ást heldur en í ofbeldi og hatri og rifrildi.“ Það sé ekki síst nauðsynlegt á tímum sem þessum. Þá segir Hera að Malmö sé yndisleg borg. Falleg og kósý en hún segist hafa heyrt frá mörgum íbúum sem séu sár yfir umtali um borgina, sem oft hefur verið neikvætt. Í nítjánda sæti síðast og enn að Veðbankar spá Heru og félögum ekki ýkja góðu gengi. Ísland situr raunar á botni undanriðilsins sem fram fer þriðjudaginn 7. maí og talið ólíklegasta landið af fimmtán til þess að komast í topp tíu og þar með á úrslitakvöldið. Hera segist ekkert velta sér upp úr því. „Ég bíð bara eftir því að hinn almenni borgari í Evrópu setjist niður og fái sér popp og kók og Prins póló og kveiki á keppninni og svo kjósa þau bara með hjartanu. Við eigum öll jafnan möguleika en ég er vön þessari umræðu, þetta var líka svona þegar ég mætti síðast með Je ne sais quoi. Svo bara eiga allir sínar þrjár mínútur og við sjáum bara hvað gerist,“ segir Hera. „Svo erum við líka bara komin hingað til þess að hittast og tala saman og mynda tengsl. Það er það sem Eurovision snýst fyrst og síðsat um, ekkert endilega um það í hvaða sæti maður lendir. Ég veit það manna best, ég var í nítjánda sæti síðast og ég er enn að.“ Eurovision Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48 Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
„Það var rosalega gott að komast loksins á sviðið og máta það sem við erum búin að vera að spá og spegúlera og eiga samskipti um við Svíana í margar vikur,“ segir Hera Björk í samtali við Vísi um fyrstu æfingu hópsins sem fór fram á dögunum. Hera segir bætingar frekar en breytingar hafa orðið á atriðinu frá því í Söngvakeppninni í mars. „Við erum að bæta inn nokkrum fídusum sem okkur stóðu bara ekki til boða á Íslandi og svona ljósavinnu og allskonar sem var ekkert í boði. Þannig við nýtum okkur það sem Svíarnir bjóða upp á og höfum bara gaman. Það eru náttúrulega töluvert fleiri takkar sem er hægt að ýta á þarna og fikta í,“ segir Hera hlæjandi. Eins og að ganga með sandpoka í fanginu Hera Björk klæðist gylltum samfestingi í atriðinu með perlukögum. Samfestingurinn er hannaður af Sylvíu Lovetank en hún hannaði líka kjólinn sem Hera var í í Söngvakeppninni. Efnið fann hún í London en um er að ræða gyllt perluefni. „Þannig þetta er alveg svakalega sparklí á sviðinu og býr til þetta mikla endurkast. Þetta er líka mjög þungt, þetta er dálítið eins og að ganga með sandpoka í fanginu og míkrafón í hinni en þetta er svo gordjöss,“ segir Hera hlæjandi. Hera glitrar svo sannarlega á sviðinu. Sarah Louise Bennett/EBU Perlukögrið á samfestingnum vekur sömuleiðis mikla athygli. Hera segir það þyngra en ef það væri úr öðru efni og sveiflast því hægar um, líður í raun bara fram og til baka. Hún segist hlæjandi ekki alveg vera tilbúin til að fallast á að þetta sé nú eilítið kúrekalegt. „Ég veit ekki hvort þetta sé kúrekalegt, ég myndi segja að þetta væri frekar gripið frá Egyptalandi og meira úr austri heldur en vestri. Við erum meira að fara í þessa átt sem drottningarnar voru í hérna í den, þá var voða mikið um svona perlukögur, þannig þetta er ekki kúrekakögur, þetta er meiri glam týpa,“ segir Hera létt í bragði. Eurovision í fimmta sinn svo athygli vekur Mikla athygli vekur erlendis að þetta er í fimmta sinn sem Hera tekur þátt í Eurovision. Hún keppti sjálf árið 2010 með framlaginu Ne ne sais quoi í Noregi og hefur fjórum sinnum verið í bakröddum. Ganga ýmsir svo langt að segja að Hera sé í raun hluti af hópi sem í er að finna þau sem eru „Eurovision konungborin.“ „Það er bara yndislegt. Sumir kalla mig mamma, Eurovision mamma og það er bara ennþá dásamlegra. Auðvitað bý ég að því að hafa verið viðloðin keppnina svona oft og þekkja fyriromulagið. Ég er bara frekar slök, ég bíð bara þar til mér er sagt að gera eitthvað og þá bara hlýði ég. Þetta er þétt dagskrá og maður verður bara að treysta fólkinu sínu sem maður er með, treysta ferlinu eins og maður segir.“ View this post on Instagram A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork) Gleði og ást frekar en ofbeldi og hatur Rúnar Freyr Gíslason fararstjóri íslenska hópsins hefur áður sagt íslenska hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi vegna þátttöku í keppninni í ár og vegna þátttöku Ísraels. Hera segist einbeita sér að því að sýna heiminum að betra sé að vera í sátt og samlyndi, í ást og gleði frekar en í ofbeldi, hatri og rifrildi. „Við einbeitum okkur ekkert að því, það er enginn tími í það, enda erum við ekki komin hingað til þess. Við erum í rauninni komin til þess að gera hið andstæða, að reyna að halda gleðinni og kærleikanum á lofti og sýna þannig heiminum að það er betra að vera í sátt og samlyndi og gleði og ást heldur en í ofbeldi og hatri og rifrildi.“ Það sé ekki síst nauðsynlegt á tímum sem þessum. Þá segir Hera að Malmö sé yndisleg borg. Falleg og kósý en hún segist hafa heyrt frá mörgum íbúum sem séu sár yfir umtali um borgina, sem oft hefur verið neikvætt. Í nítjánda sæti síðast og enn að Veðbankar spá Heru og félögum ekki ýkja góðu gengi. Ísland situr raunar á botni undanriðilsins sem fram fer þriðjudaginn 7. maí og talið ólíklegasta landið af fimmtán til þess að komast í topp tíu og þar með á úrslitakvöldið. Hera segist ekkert velta sér upp úr því. „Ég bíð bara eftir því að hinn almenni borgari í Evrópu setjist niður og fái sér popp og kók og Prins póló og kveiki á keppninni og svo kjósa þau bara með hjartanu. Við eigum öll jafnan möguleika en ég er vön þessari umræðu, þetta var líka svona þegar ég mætti síðast með Je ne sais quoi. Svo bara eiga allir sínar þrjár mínútur og við sjáum bara hvað gerist,“ segir Hera. „Svo erum við líka bara komin hingað til þess að hittast og tala saman og mynda tengsl. Það er það sem Eurovision snýst fyrst og síðsat um, ekkert endilega um það í hvaða sæti maður lendir. Ég veit það manna best, ég var í nítjánda sæti síðast og ég er enn að.“
Eurovision Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48 Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08
Gísli Marteinn lýsir ekki Eurovision í ár Gísli Marteinn Baldursson mun ekki lýsa Eurovision söngvakeppninni í ár. Ástæðan er framganga Ísraels á Gasa og viðbrögð forsvarsmanna keppninnar við henni og skortur þar á. 8. apríl 2024 14:48
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47